Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 11:48 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31