Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. október 2025 11:48 Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Vísir/Arnar Útlit er fyrir tugmilljarða tekjusamdrátt hjá uppsjávarfyrirtækjum í ljósi nýrrar alþjóðlegrar ráðgjafar um veiði á makríl og kolmunna. Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir fyrirséð að útgerðir og vinnslur muni þurfa að draga saman seglin, sér í lagi ef loðnan bregst. Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Alþjóðahafrannsóknarráðið birti í gær ráðgjöf um veiðar á norsk-íslenskri vorgotssíld, makríl og kolmunna fyrir næsta ár. Ráðið leggur til 70 prósent minni veiðar á makríl en í ár og 41 prósent minni veiði á kolmunna. Aftur á móti er þriðjungshækkun ráðlögð í veiðum á síldinni. Mikill samdráttur í kortunum Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir fréttirnar mikið áfall. „Þetta eru auðvitað gríðarleg verðmæti og mikið af tekjum að fara út úr þjóðarbúinu, frá fyrirtækjunum sem treysta á þessar tegundir,“ segir Gunnþór. Þegar niðurskurður í ráðlögðum veiðum á makríl og kolmunna og aukning á síldarveiðum séu lögð saman hlaupi tap uppsjávarfyrirtækja á tugum milljarða. „Þá sýnist mér að þetta sé kannski tekjusamdráttur hjá okkur upp á 30 til 35 milljarða, einhvers staðar á því bili.“ Bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Nú sé beðið eftir ráðgjöf um loðnuveiðar, sem skipti höfuðmáli um framhaldið. „Ef loðnuveiðin er að bregðast enn eitt árið, þá má segja að það sé lítið framundan hjá ansi mörgum vinnslum og fyrirtækjum fyrstu átta mánuði ársins,“ segir Gunnþór. „Ég held að það hljóti að segja sig sjálfta að í breyttu starfsumhverfi, hækkandi kostnaði á flestum vígstöðvum og auknum álögum þá hljóti fyrirtækin að þurfa að bregðast við. Það held ég að segi sig bara alveg sjálft.“ Ekki er í gildi samkomulag milli þjóðanna sem stunda veiðar úr deilistofnunum þremur um skiptingu afla. Hver þjóð hefur því sett sér aflamark einhliða á undanförnum árum, og veitt hefur verið umfram ráðgjöf rannsóknarráðsins. Gunnþór á ekki von á því að íslenska ráðgjöfin fari hátt yfir ráðgjöf rannsóknarráðsins. „Ég á nú von á því að menn fylgi þessu,“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Síldarvinnslan Tengdar fréttir Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31 Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur tekið ákvörðun um að leggja tveimur skipum í flota samstæðunnar. Ákvörðunin er hluti hagræðingaraðgerða til að bregðast við samdrætti aflaheimilda, áhrifum af hækkun á kostnaðarliðum og breytingum á rekstrarumhverfi sjávarútvegsfyrirtækja. 29. september 2025 16:31
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent