Handbolti

Guð­mundur rekinn frá Fredericia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Fredericia.
Guðmundur Guðmundsson hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Fredericia. epa/Claus Fisker

Danska handboltaliðið Fredericia hefur sagt Guðmundi Guðmundssyni upp störfum. Hann hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár.

Fredericia tapaði fyrir Nordsjælland, 31-26, á föstudaginn og er aðeins með tvö stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í dönsku úrvalsdeildinni.

Á heimasíðu Fredericia segir Thomas Renneberg-Larsen, framkvæmdastjóri félagsins, að forráðamenn þess hafi ekki verið sáttir með gengið og leikgleðina hafi vantað.

Guðmundur tók við Fredericia sumarið 2022. Undir hans stjórn komst liðið í úrslit um danska meistaratitilinn vorið 2024 þar sem það tapaði fyrir Álaborg í oddaleik. Fredericia spilaði í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili.

Aðstoðarþjálfarar Fredericia, Jesper Houmark og Michael Wollesen, munu stýra liðinu út tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×