Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“

Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.
Tengdar fréttir

Sala á Landsbankanum gæti minnkað hreinar skuldir ríkisins um fimmtung
Þegar leiðrétt er fyrir ýmsum einskiptisþáttum í rekstri stóru bankanna í því skyni að leggja mat á undirliggjandi afkomu þeirra má áætla að markaðsvirði Landsbankans, sem er þá að skila eilítið betri arðsemi en Íslandsbanki, gæti verið um eða yfir 350 milljarðar króna, að mati hlutabréfagreinanda.

Fjármálaráð segir að bótaþegum verði „gert hærra undir höfði“ en launafólki
Áform ríkisstjórnarinnar um að láta bætur til örorku- og ellilífeyrisþega fylgja launavísitölu, samt þannig að tryggt sé að þær hækki aldrei minna en vísitala neysluverðs, felur í sér grundvallarbreytingu frá núverandi kerfi og þýðir að „bótaþegum er gert hærra undir höfði“ en launafólki, að mati fjármálaráðs, og varar við áhrifunum á sjálfbærni opinberra fjármála til framtíðar. Samkvæmt nýlega framlagðri fjármálaáætlun mun kostnaður vegna hins nýja örorkulífeyriskerfis nema um átján milljörðum króna á ársgrundvelli.

Ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði
Þótt boðaður sé minni útgjaldavöxtur en áður í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár dugar það ekki til að slá á þenslu, að mati sérfræðinga á skuldabréfamarkaði, og ríkið þyrfti að „rifa seglin“ enn meira til að ná fram nauðsynlegri kólnun í hagkerfinu og minnka umsvif sín á lánsfjármarkaði. Útlit er fyrir mikla útgáfuþörf ríkissjóðs á árinu 2025, sem gæti orðið nálægt 200 milljörðum, og hún kann að reynast þung með tilheyrandi hækkun á markaðsvöxtum ef ekki tekst að laða erlenda fjárfesta inn á skuldabréfamarkaðinn.