Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 16:24 Íslensk gagnaver eru ekki misnotuð meira en í öðrum ríkjum, samkvæmt Samtökum gagnavera á Íslandi. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Samtaka gagnavera og Samtaka iðnaðarins hafna alfarið ummælum forstöðumanns netöryggissveitar Íslands, CERT-IS, um að íslenskur gagnversiðnaður og íslensk gagnaver séu meira aðlaðandi en önnur fyrir peningaþvætti. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá samtökunum segir að allir félagsmenn Samtaka gagnvera, sem reki alhliða gagnaver, hafi sótt sér alþjóðlegar öryggisvottanir. Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“ Gagnaver Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þá sé sterk öryggismenning forsenda þess að hægt sé að reka öfluga gagnaversstarfsemi hér á landi. „Gagnaver á Íslandi starfa í nánu samstarfi við innlendar og erlendar stofnanir til að koma í veg fyrir misnotkun og taka málefni sem varða netöryggi mjög alvarlega. Samstarf við íslensk lögregluyfirvöld er mjög traust. Tilvik eða einstök atvik þar sem innviðir kunna að vera misnotaðir í glæpsamlegum tilgangi heyra til algjörra undantekninga en í slíkum tilfellum taka við skýrir verkferlar og viðbrögð í samstarfi við yfirvöld,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að samtökin hafi fengið staðfest frá lögregluyfirvöldum að það tilfelli sem hafi verið til umræðu í gær tengist ekki námugreftri rafmynta í búnaði í íslensku gagnaveri. Þess í stað tengist það alþjóðlegri glæpastarfsemi sem hafi meðal annars verið hýst á netþjóni leigðum frá íslensku hýsingarfyrirtæki. Forsvarsmenn þess hafi verið grandalausir um að eitthvað saknæmt væri að eiga sér stað. Að öðru leyti tengist málið Íslandi ekki neitt. Meðal annars er verið að vísa til viðtals við Guðmund Arnar Sigmundsson, frá CERT-IS, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. „Svo virðist sem forstöðumaður CERT-IS hafi stigið inn í umræðuna byggt á misskilningi um málsatvik, eðli þeirrar starfsemi sem rannsóknin beindist að og tengsl hennar við íslensk fyrirtæki og íslenska innviði. Samtökin telja ummæli forstöðumanns CERT-IS um málið í heild sinni óábyrg og byggð á röngum forsendum, meðal annars um raforkuverð á Íslandi og meint auðvelt aðgengi að íslenskum gagnaverum, sem eru í engu samræmi við raunveruleikann hér á landi. Það er mikill ábyrgðarhluti að fram komi fullyrðingar frá íslensku stjórnvaldi, sem gegnir hlutverki viðbragðsteymis við ógnum, atvikum og áhættu á sviði net- og upplýsingaöryggis, að Ísland sé útsettara og því fýsilegri kostur en önnur lönd fyrir glæpastarfsemi, sérstaklega í ljósi þess að því fer víðs fjarri.“ Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir Birni Brynjólfssyni, formanni Samtaka gagnavera, að iðnaðurinn hér á landi hafi ríka hagsmuni af því að tryggja að Ísland sé ábyrgur hýsingarstaður. „Íslensk gagnaver innan vébanda Samtaka gagnavera búa við ríka öryggismenningu og starfa á alþjóðlegum markaði. Íslenskur gagnaversiðnaður byggir á traustum alþjóðlegum og viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum þar sem daglega er unnið að því að tryggja örugga og ábyrga hýsingu gagna. Viðskiptavinir þurfa að fara í gegnum sérstakt áreiðanleikamat og fylgja skýrum notendareglum sem eiga að koma í veg fyrir alla ólöglega starfsemi. Óskiljanlegt er að gefið hafi verið til kynna að gagnaversiðnaðar í landinu sé með einhverjum hætti fýsilegur kostur fyrir glæpastarfsemi. Við höfnum slíkum fullyrðingum algjörlega. Þar að auki standast fullyrðingar um ódýra orku til handa gagnaverum á Íslandi enga skoðun.“
Gagnaver Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira