Innherji

Þykir svart­sýnin í verð­lagningu skulda­bréfa „keyra úr hófi fram“

Hörður Ægisson skrifar
Flestir greinendur og markaðsaðilar eru á einu máli um að vaxtaákvörðun peningastefnunefndar miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi verði óspennandi enda megi slá því nánast föstu að vöxtum verði haldið óbreyttum í 7,5 prósent að þessu sinni.
Flestir greinendur og markaðsaðilar eru á einu máli um að vaxtaákvörðun peningastefnunefndar miðvikudaginn 20. ágúst næstkomandi verði óspennandi enda megi slá því nánast föstu að vöxtum verði haldið óbreyttum í 7,5 prósent að þessu sinni.

Miðað við þá „Ódysseifsku leiðsögn“ sem peningastefnunefndin hefur gefið út er ljóst að næstu skref í vaxtaákvörðunum munu aðallega ráðast af þróun verðbólgunnar, en horfurnar þar gefa ekki tilefni til bjartsýni um frekari vaxtalækkanir á árinu. Aðalhagfræðingur Kviku telur samt ekki þurfa stór frávik í komandi verðbólgumælingum til að setja lækkun vaxta aftur á dagskrá og undrast svartsýni skuldabréfafjárfesta sem verðleggja inn aðeins tvær vaxtalækkanir næstu þrjú árin.


Tengdar fréttir

Þarf „tölu­vert og viðverandi aðhald“ til að minnka inn­lendan verðbólguþrýsting

Eigi að takast að vinna bug á þrálátum innlendum verðbólguþrýstingi þá er líklegt að það muni þurfa „töluvert og viðverandi aðhald“ í kringum fjögurra prósenta raunvaxtastig, að mati tveggja ytri nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabankans. Ekki verður svigrúm til að ráðast í frekari lækkun stýrivaxta á næstunni ef nýjasta verðbólguspá Seðlabankans gengur eftir, en hún gerir ráð fyrir að verðbólgan sveiflist nálægt núverandi gildi fram í byrjun næsta árs.

Lítil lækkun á inn­lánum heimila eftir sölu Íslandsbanka kemur „veru­lega á óvart“

Það grynnkaði sáralítið á innlánastabba heimilanna í liðnum mánuði, sem hefur stækkað ört undafarin misseri, þrátt fyrir að einstaklingar hafi á sama tíma staðið undir kaupum á nánast öllum eignarhlut ríkissjóðs í Íslandsbanka fyrir um níutíu milljarða. Aðalhagfræðingur Kviku banka segir takmarkaðan samdrátt í innlánum koma sér „verulega á óvart“ en væntingar voru um að hann yrði umtalsvert meiri og milda þannig áhyggjur peningastefnunefndar af mögulegum þensluáhrifum vegna uppsafnaðs sparnaðar heimilanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×