Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Lovísa Arnardóttir skrifar 3. júlí 2025 15:42 Netöryggissveitin mælir með því að fyrirtæki fólk í afleysingum og sumarstarfsfólk vita af hættunni af fyrirmælasvikum. Vísir/Getty Netöryggissveitin CERT-IS varar við bylgju svokallaðra fyrirmælasvika. Undanfarið hafi borið töluvert á slíkum svikum, sérstaklega hjá fyrirtækjum í verktaka- og byggingariðnaði og viðskiptavinum þeirra. Nokkrar tilkynningar um slík svik bárust í júní og það sem af er júlí þar sem fyrirtæki hafa verið blekkt til að millifæra háar upphæðir Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/ Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Fyrirmælasvik er tegund svika þar sem fórnarlömb eru blekkt til að framkvæma aðgerðir á borð við bankamillifærslur á reikninga glæpamanna. Oftar en ekki berast tölvupóstar frá pósthólfi sem óprúttinn aðili hefur brotist inn í eða póstur berst frá netfangi sem er keimlíkt viðurkenndu fyrirtækjanetfangi. CERT-IS beinir því til almennings að vera á varðbergi og tryggja að greiðsluupplýsingar séu réttar og að sannreyna alltaf allar beiðnir um breytingar á reikningsupplýsingum. Þá segir CERT-IS mikilvægt að fyrirtæki brýni fyrir sumarstarfsmönnum og starfsfólki í afleysingum að vera á varðbergi. Óprúttnir aðilar láti oft á sér kræla að sumri vegna aukinna líkna að starfsfólk í afleysingum falli fyrir svikum. Í tilkynningu CERT-IS segir að erlendis séu dæmi um að svikapóstar hafi verið sendir meðan stjórnendur eru í flugi eða utan fjarskiptasambands. Í tilkynningu segir að eftirfarandi aðferðir séu þekktar þegar fyrirmælasvik eru framkvæmd: Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til samstarfsmanns um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Innbrot í tölvupóst hjá starfsmanni og þaðan sendur póstur til viðskiptavinar um að framkvæma þurfi millifærslu með hraði. Bankareikningur stofnaður í útlöndum með nafni sem líkist nafni íslensks fyrirtækis. Innbrot í tölvupósthólf birgja og eldri tölvupóstsamskipti nýtt til að senda fyrirmælasvik á viðskiptavini. Þá segir í tilkynningu að gott sé fyrir fólk að hafa eftirfarandi í huga: Staðfestið alla bankareikninga og greiðsluupplýsingar og fylgið eftir beiðnum um millifærslur með símtali áður en fjármunir eru millifærðir. Veitið því athygli hvort ný netföng séu skyndilega notuð í samskiptum. Ef tölvupóstar hafa borist frá „gudmundur@fyrirtæki.is“ en svo berst beiðni um greiðslu frá „gudmundur@fyrirtæki.com“ eða „gudmundur.fyrirtæki@gmail.com“ er líklegt að um fyrirmælasvik sé að ræða. Farið yfir nýlegar millifærslur og staðfestið hvort þær hafi ratað til réttra aðila. Hafið tafarlaust samband við CERT-IS ef grunur er um fyrirmælasvik og við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu ef þið hafið orðið fyrir fyrirmælasvikum. Farið yfir verklag með sumarstarfsmönnum og afleysingarfólki og brýnið fyrir þeim að svikarar nýta sér sumartímann sérstaklega. Í nóvember 2024 birti CERT-IS tilkynningu þar sem varað var við vefveiðum sem herja sérstaklega á notendur Microsoft 365 til að brjótast inn í tölvupósta. Í tilkynningunni má finna útskýringu á því hvernig svikarar ná að brjótast inn í tölvupósthólf og ráðleggingar til að verjast þeim. https://cert.is/frettasafn/microsoft-365-vefveidar-herferd/
Netglæpir Netöryggi Tækni Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira