Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Árni Sæberg skrifar 1. júlí 2025 14:32 Frá vinstri: Sigurgeir Rúnar Jóhannsson og Viktoría Hrund Kjartansdóttir frá Reykjanes Investment, Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, og Iða Brá Benediktsdóttir, aðstoðarbankastjóri Arion banka. Arion banki Landey ehf., dótturfélag Arion banka hf., hefur undirritað samkomulag við félagið Reykjanes Investment ehf. um kaup þess á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesi þar sem um tíma var starfrækt kísilverksmiðja. Kaupverð er trúnaðarmál. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að um nokkurra ára skeið hafi Arion banki leitað kaupenda að Helguvík með það markmið að þar geti byggst upp annars konar starfsemi. Því sé ánægjulegt að nú taki Reykjanes Investment við eignunum en félagið hyggi á þróun á svæðinu og frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í nánu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshafnir. Fjárfestar með djúpar rætur á Suðurnesjum Reykjanes Investment sé byggingar- og þróunarfélag sem leggi áherslu á skapandi og vandaða uppbyggingu á Suðurnesjum. Að baki félaginu standi einkafjárfestar sem eiga það sameiginleg að hafa djúpar rætur á Suðurnesjum. „Við hjá Reykjanes Investment erum spennt fyrir því verkefni að þróa og endurskipuleggja þetta frábæra og vel staðsetta svæði, samfélaginu okkar til heilla. Það er einlægt markmið okkar að þarna verði atvinnustarfsemi í sátt við umhverfi sitt sem nýtur góðs af þeim frábæru innviðum sem eru allt í kring, eins og höfninni og flugvellinum, og því kraftmikla samfélagi sem er á Reykjanesi,“ er haft eftir Sigurgeir Rúnari Jóhannssyni hjá Reykjavík Investment. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstóri Reykjanesbæjar. Óvissunni eytt „Helguvíkin er svæði sem getur hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Þá er haft eftir Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að um spennandi tímamót sé að ræða fyrir íbúa svæðisins, þar sem ákveðinni óvissu um þá starfsemi sem lagt var upp með verði nú vonandi endanlega eytt. „Við hlökkum til samtalsins og samstarfsins við nýja eigendur en hagsmunir bæjarins og hafnarinnar fara saman með þeirri uppbyggingu og tækifærum sem kaupin geta leitt af sér.“ Reykjanesbær Arion banki Fjármálafyrirtæki United Silicon Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að um nokkurra ára skeið hafi Arion banki leitað kaupenda að Helguvík með það markmið að þar geti byggst upp annars konar starfsemi. Því sé ánægjulegt að nú taki Reykjanes Investment við eignunum en félagið hyggi á þróun á svæðinu og frekari uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í nánu samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshafnir. Fjárfestar með djúpar rætur á Suðurnesjum Reykjanes Investment sé byggingar- og þróunarfélag sem leggi áherslu á skapandi og vandaða uppbyggingu á Suðurnesjum. Að baki félaginu standi einkafjárfestar sem eiga það sameiginleg að hafa djúpar rætur á Suðurnesjum. „Við hjá Reykjanes Investment erum spennt fyrir því verkefni að þróa og endurskipuleggja þetta frábæra og vel staðsetta svæði, samfélaginu okkar til heilla. Það er einlægt markmið okkar að þarna verði atvinnustarfsemi í sátt við umhverfi sitt sem nýtur góðs af þeim frábæru innviðum sem eru allt í kring, eins og höfninni og flugvellinum, og því kraftmikla samfélagi sem er á Reykjanesi,“ er haft eftir Sigurgeir Rúnari Jóhannssyni hjá Reykjavík Investment. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstóri Reykjanesbæjar. Óvissunni eytt „Helguvíkin er svæði sem getur hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesi. Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka. Þá er haft eftir Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur, starfandi bæjarstjóra Reykjanesbæjar, að um spennandi tímamót sé að ræða fyrir íbúa svæðisins, þar sem ákveðinni óvissu um þá starfsemi sem lagt var upp með verði nú vonandi endanlega eytt. „Við hlökkum til samtalsins og samstarfsins við nýja eigendur en hagsmunir bæjarins og hafnarinnar fara saman með þeirri uppbyggingu og tækifærum sem kaupin geta leitt af sér.“
Reykjanesbær Arion banki Fjármálafyrirtæki United Silicon Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira