Boða komu HBO Max til landsins á ný Árni Sæberg skrifar 10. júní 2025 10:45 Casey Bloys er stjórnarformaður og forstjóri HBO Max. Dimitrios Kambouris/Getty Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg landsmönnum í júlí, að því er segir í tilkynningu frá eiganda veitunnar. Koma HBO Max til landsins hefur þegar verið boðuð tvisvar en hún átti upphaflega að fara í loftið fyrir þremur árum. Í tilkynningu frá Warner Bros. Discovery segir að streymisveitan HBO Max hefji formlega starfsemi sína á Íslandi í júlí í sumar og þar með gefist íslenskum áhorfendum kostur á að nálgast kvikmyndir og þætti úr smiðju HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals og Discovery. Frá fyrsta degi muni áhorfendur á Íslandi hafa aðgang að úrvali af afþreyingu frá HBO, Warner Bros. Pictures, Max Originals, auk annars fjölbreytts efnis. Úrvalið feli í sér kvikmyndir eins og A Minecraft Movie og Harry Potter, sjónvarpsþætti á borð við The Last of Us, The White Lotus, House of the Dragon og The Pitt, í bland við nýjar seríur eins og Task og IT: Welcome to Derry, sem séu væntanlegar. Liður í hnattvæðingu „Við erum virkilega spennt að koma með HBO Max til Íslands. Útbreiðslan er mikilvægur áfangi í hnattvæðingu HBO Max og er til marks um skuldbindingu okkar um að færa öllum áhorfendum heimsklassa efni. Áskrifendur geta því spenntir notið úrvals streymisþjónustunnar sem sameinar gæðaefni frá HBO, Warner Bros. Pictures, Discovery, Eurosport og mörgu fleiru,“ er haft eftir Christinu Sulebakk, framkvæmdastjóra og aðstoðarforstjóra Warner Bros Discovery Nordics. Íslenskir áhorfendur muni hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali af þekktum kvikmyndum og þáttum frá upphafi og sífellt bætist við nýir titlar. Efni verði aðgengilegt á ensku með íslenskum texta á völdum titlum. Íþróttaskýringar verði á ensku. Fyrst tilkynnt árið 2021 Tilkynningin sem barst í morgun er ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Upphaflega var tilkynnt árið 2021 að HBO Max yrði opnuð víða um Evrópu í október þess árs. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum yrði streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en árið eftir. Um mitt ár 2022 var svo greint frá því að streymisveitan væri ekki væntanleg fyrr en árið 2024. Þá var ástæðan fyrir frestuninni sögð kaup Discovery á Warner Media, sem hefði breytt áherslum og þá sérstaklega með tilliti til streymisveitunnar. Sameinað fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hyggðist þannig á komandi misserum einbeita sér að útgáfu nýrrar og öflugri streymisveitu sem sameinaði HBO Max og Discovery plús. Sú streymisveita yrði væntanleg hingað 2024, ef allt gengi eftir. Snurða virðist hafa hlaupið á þráðinn, enda opnaði streymisveitan ekki í fyrra. Skiptu um nafn í millitíðinni og hættu svo við Eftir að tilkynnt var um komu HBO Max til Íslands ákváðu forráðamenn streymisveitunnar að breyta nafni hennar. Fornfræga vörumerkið HBO var fellt á brott og veitan einfaldlega nefnd Max. Mörgum þótti það hin undarlegasta ákvörðun, þar sem HBO hefur um árabil verið vörumerki sem notendur tengja við hágæðasjónvarpsefni. Á dögunum var greint frá því að hætt hefði verið við breytinguna og gamla nafnið tekið upp á ný. Í frétt Wall Street Journal þess efnis sagði að streymisveitan hefði farið rólega af stað, með tilliti til notendafjölda, en áskrifendum hefði fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Það hefði gerst samhliða aukinni áherslu á efni fyrir fullorðna eins og The Last of Us og Hacks. Frá sextánhundruðkalli Í tilkynningunni segir að HBO Max muni bjóða upp á tvær áskriftarleiðir hér á landi, sem sú hannaðar til að gefa áhorfendum sveigjanleika til að velja þá upplifun sem hentar þeim best. Grunnáskrift kosti 12,99 evrur á mánuði, sem gerir rétt tæplega 1.900 krónur á gengi dagsins, eða 129 evrur á ári, tæplega nítján þúsund. Þannig verður hægt að fá áskrift fyrir tæplega 1.600 krónur á mánuði. Grunnáskrift geri notendum kleift að streyma á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og hala niður allt að þrjátíu niðurhölum til að skoða án nettengingar. Fyrir kröfuharðari neytendur sé svokölluð premium áskrift í boði fyrir 18,99 evrur á mánuði, eða 189 evrur á ári. Hún geri notendum kleift að streyma á allt að fjórum tækjum í 4K UHD með Dolby Atmos, þar sem það er í boði, hala niður allt að eitt hundrað niðurhölum til að skoða án nettengingar. HBO Max verði fáanlegt í helstu tækjum eins og völdum farsímategundum, spjaldtölvum og nettengdum sjónvörpum. Áskrifendur geti greitt í gegnum helstu kortaútgefendur, Visa, Mastercard, Amex og PayPal, og með kaupum í forriti í Apple App Store, Google Play Store og Samsung Checkout. Íþróttir fyrir sjöhundruðkall til Þá segir að valfrjáls viðbót af íþróttaefni verði fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði, rétt rúmlega 700 krónur, sem veiti aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Íþróttaviðbótin bjóði meðal annars upp á umfjallanir um stóra alþjóðlega viðburði á borð við risamót í tennis, Roland-Garros og opna-ástralska meistaramótið, hjólreiðakeppnir, Tour de France og Giro d'Italia, snóker og akstursíþróttaviðburði á borð við Le Mans-þolaksturskeppnina. Loks segir að HBO Max nemi land á Íslandi í kjölfar þess að hafa gert slíkt hið sama í Ástralíu og Tyrklandi fyrr á árinu. Frekari fjölgun markaða sé fyrirhuguð síðar á árinu og fram á árið 2026, samhliða vaxandi eftirspurn eftir HBO Max. Warner Bros. Discovery hafi lokið fyrsta ársfjórðungi 2025 með 122,3 milljónir streymisáskrifenda, sem sé aukning um 5,3 milljónir frá fyrri ársfjórðungi. Bíó og sjónvarp Streymisveitur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í tilkynningu frá Warner Bros. Discovery segir að streymisveitan HBO Max hefji formlega starfsemi sína á Íslandi í júlí í sumar og þar með gefist íslenskum áhorfendum kostur á að nálgast kvikmyndir og þætti úr smiðju HBO, Warner Bros. Pictures, DC Studios, Max Originals og Discovery. Frá fyrsta degi muni áhorfendur á Íslandi hafa aðgang að úrvali af afþreyingu frá HBO, Warner Bros. Pictures, Max Originals, auk annars fjölbreytts efnis. Úrvalið feli í sér kvikmyndir eins og A Minecraft Movie og Harry Potter, sjónvarpsþætti á borð við The Last of Us, The White Lotus, House of the Dragon og The Pitt, í bland við nýjar seríur eins og Task og IT: Welcome to Derry, sem séu væntanlegar. Liður í hnattvæðingu „Við erum virkilega spennt að koma með HBO Max til Íslands. Útbreiðslan er mikilvægur áfangi í hnattvæðingu HBO Max og er til marks um skuldbindingu okkar um að færa öllum áhorfendum heimsklassa efni. Áskrifendur geta því spenntir notið úrvals streymisþjónustunnar sem sameinar gæðaefni frá HBO, Warner Bros. Pictures, Discovery, Eurosport og mörgu fleiru,“ er haft eftir Christinu Sulebakk, framkvæmdastjóra og aðstoðarforstjóra Warner Bros Discovery Nordics. Íslenskir áhorfendur muni hafa aðgang að fjölbreyttu úrvali af þekktum kvikmyndum og þáttum frá upphafi og sífellt bætist við nýir titlar. Efni verði aðgengilegt á ensku með íslenskum texta á völdum titlum. Íþróttaskýringar verði á ensku. Fyrst tilkynnt árið 2021 Tilkynningin sem barst í morgun er ekki sú fyrsta sinnar tegundar. Upphaflega var tilkynnt árið 2021 að HBO Max yrði opnuð víða um Evrópu í október þess árs. Hér á Íslandi og í nokkrum öðrum löndum yrði streymisveitan þó ekki opnuð fyrr en árið eftir. Um mitt ár 2022 var svo greint frá því að streymisveitan væri ekki væntanleg fyrr en árið 2024. Þá var ástæðan fyrir frestuninni sögð kaup Discovery á Warner Media, sem hefði breytt áherslum og þá sérstaklega með tilliti til streymisveitunnar. Sameinað fyrirtæki, Warner Bros. Discovery, hyggðist þannig á komandi misserum einbeita sér að útgáfu nýrrar og öflugri streymisveitu sem sameinaði HBO Max og Discovery plús. Sú streymisveita yrði væntanleg hingað 2024, ef allt gengi eftir. Snurða virðist hafa hlaupið á þráðinn, enda opnaði streymisveitan ekki í fyrra. Skiptu um nafn í millitíðinni og hættu svo við Eftir að tilkynnt var um komu HBO Max til Íslands ákváðu forráðamenn streymisveitunnar að breyta nafni hennar. Fornfræga vörumerkið HBO var fellt á brott og veitan einfaldlega nefnd Max. Mörgum þótti það hin undarlegasta ákvörðun, þar sem HBO hefur um árabil verið vörumerki sem notendur tengja við hágæðasjónvarpsefni. Á dögunum var greint frá því að hætt hefði verið við breytinguna og gamla nafnið tekið upp á ný. Í frétt Wall Street Journal þess efnis sagði að streymisveitan hefði farið rólega af stað, með tilliti til notendafjölda, en áskrifendum hefði fjölgað nokkuð á undanförnum árum. Það hefði gerst samhliða aukinni áherslu á efni fyrir fullorðna eins og The Last of Us og Hacks. Frá sextánhundruðkalli Í tilkynningunni segir að HBO Max muni bjóða upp á tvær áskriftarleiðir hér á landi, sem sú hannaðar til að gefa áhorfendum sveigjanleika til að velja þá upplifun sem hentar þeim best. Grunnáskrift kosti 12,99 evrur á mánuði, sem gerir rétt tæplega 1.900 krónur á gengi dagsins, eða 129 evrur á ári, tæplega nítján þúsund. Þannig verður hægt að fá áskrift fyrir tæplega 1.600 krónur á mánuði. Grunnáskrift geri notendum kleift að streyma á tveimur tækjum samtímis í fullri háskerpu og hala niður allt að þrjátíu niðurhölum til að skoða án nettengingar. Fyrir kröfuharðari neytendur sé svokölluð premium áskrift í boði fyrir 18,99 evrur á mánuði, eða 189 evrur á ári. Hún geri notendum kleift að streyma á allt að fjórum tækjum í 4K UHD með Dolby Atmos, þar sem það er í boði, hala niður allt að eitt hundrað niðurhölum til að skoða án nettengingar. HBO Max verði fáanlegt í helstu tækjum eins og völdum farsímategundum, spjaldtölvum og nettengdum sjónvörpum. Áskrifendur geti greitt í gegnum helstu kortaútgefendur, Visa, Mastercard, Amex og PayPal, og með kaupum í forriti í Apple App Store, Google Play Store og Samsung Checkout. Íþróttir fyrir sjöhundruðkall til Þá segir að valfrjáls viðbót af íþróttaefni verði fáanleg fyrir fimm evrur á mánuði, rétt rúmlega 700 krónur, sem veiti aðgang að alþjóðlegu íþróttaefni. Íþróttaviðbótin bjóði meðal annars upp á umfjallanir um stóra alþjóðlega viðburði á borð við risamót í tennis, Roland-Garros og opna-ástralska meistaramótið, hjólreiðakeppnir, Tour de France og Giro d'Italia, snóker og akstursíþróttaviðburði á borð við Le Mans-þolaksturskeppnina. Loks segir að HBO Max nemi land á Íslandi í kjölfar þess að hafa gert slíkt hið sama í Ástralíu og Tyrklandi fyrr á árinu. Frekari fjölgun markaða sé fyrirhuguð síðar á árinu og fram á árið 2026, samhliða vaxandi eftirspurn eftir HBO Max. Warner Bros. Discovery hafi lokið fyrsta ársfjórðungi 2025 með 122,3 milljónir streymisáskrifenda, sem sé aukning um 5,3 milljónir frá fyrri ársfjórðungi.
Bíó og sjónvarp Streymisveitur Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira