SFF hafna ásökunum bifreiðaeigenda Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:57 Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, þykir miður að Félag íslenskra bifreiða hafi sett mál sitt fram „með þessum hætti“. Vísir/Ívar Fannar Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafna ásökunum Félags íslenskra biðfreiðaeigenda, um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði. Félagið kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan ummælum hagfræðings SFF. Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera. Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefði kvartað til Samkeppniseftirlitsins (SKE) undan ummælum hagfræðings Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF). FÍB sakaði samtökin um tilraun til að draga úr samkeppni á tryggingamarkaði eftir að hagfræðingurinn lýsti í viðtali viðvarandi tapi af vátryggingastarfsemi á Íslandi. „Kvörtunin kemur okkur hjá SFF á óvart,“ er haft eftir Heiðrúnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra SFF, í yfirlýsingu sem SFF sendi fréttastofu. SFF hafna þar alfarið að samtökin hafi hvatt til aðgerða sem hafi skaðleg áhrif á samkeppni eða brotið samkeppnislög. Málið varðar meintar rangfærslur Gústafs Steingrímssonar, hagfræðings SFF, í viðtali í Morgunblaðinu. Hagfræðingurinn sagði m.a. að meðalafkoma íslenskra vátryggingafyrirtækja af vátryggingahluta starfseminnar, utan líftrygginga, hafi verið neikvæða að meðaltali á sjö ára tímabili á árunum 2017-2023. FÍB taldi fullyrðingar hagfræðingsins rangar eða villandi og vísaði til gagna frá Seðlabanka Íslands um stöðu og afkomu vátryggingastarfsemi tryggingafélaga. SFF hafnar því og „þykir miður að FÍB hafi valið að setja mál sitt fram með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingunni. SFF benda á að umfjöllunin sem FÍB vísar til hafi falið í sér samantekt á tölfræði um tryggingarekstur innan einstakra Evrópuríkja frá Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnuninni (EIOPA) sem hafi að miklu leyti áður verið birt opinberlega hér á landi og sé öllum aðgengileg á vef EIOPA. Í viðtalinu við hagfræðing SFF væri ekkert vikið að verðlagningu, þjónustustigi, vöruframboði eða kjörum vátryggingafélaga, eða samkeppni milli þeirra að öðru leyti. „Þá er í greininni ekki að finna nein skilaboð eða hvatningu til vátryggingafélaga um tiltekna háttsemi eða aðgerðir,“ er enn fremur haft eftir Heiðrúnu. Skýrt komi fram í fréttinni að líftryggingar séu undanskildar í tölfræði EIOPA en með því fæst yfirlit yfir afkomu skaðatrygginga milli Evrópulanda. Alþjóðleg hefð sé fyrir því að skipta tölfræði um vátryggingar í annars vegar líftryggingar og hins vegar samtölu allra annarra vátrygginga rétt eins og EIOPA tölurnar gera.
Tryggingar Bílar Samkeppnismál Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira