„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2025 09:31 Daníel Guðni verður næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus-deild karla. vísir/sigurjón Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa. Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira
Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Sjá meira