Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2025 10:00 Fasteignamat fyrir árið 2026 hefur nú verið kynnt. Vísir/Vilhelm Fasteignamat 2026 er að meðaltali 9,2 prósent hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Hækkanirnar eru mestar á Suðurnesjum og Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Fram kemur að Fasteignamat 2026 sé að meðaltali 9,2 prósentum hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Þá nemi meðalhækkun fasteignamats íbúða 10,2 prósentum, á meðan fasteignamat sumarhúsa hækki um 11,5 prósent og fasteignamat atvinnueigna hækki um 4,8 prósent. Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð. „Mikil eftirspurn var á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur á síðasta ári og hefur fasteignamat á Suðurnesjum því hækkað umfram landsmeðaltal. Líkt og í fyrra hefur HMS hins vegar ákveðið að halda fasteignamati í Grindavíkurbæ óbreyttu á milli ára, þar sem óvissuástand ríkir og engin markaðsvirkni hefur átt sér stað í sveitarfélaginu. Fasteignamat hækkar líka umfram landsmeðaltal á Norðurlandi, en þar hefur virði atvinnu- og sumarhúsaeigna hækkað töluvert,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra Sama aðferðarfræði og fyrri ár Aðferðarfræðin sem notast er við útreikning fasteignamats er sambærileg þeirri sem notuð hefur verið síðustu ár eða frá því að HMS tók við málaflokknum árið 2022 og byggir beint eða óbeint á kaupverði sambærilegra fasteigna. „Matsaðferðir eru mismunandi eftir tegundum fasteignanna, en flestar fasteignir flokkast sem íbúðareignir, sumarhús eða atvinnueignir. Fyrir íbúðareignir og sumarhús er nær einungis horft til kaupsamninga, en hjá atvinnueignum eru leigusamningar einnig hafðir til hliðsjónar þegar markaðsvirði þeirra er metið. Á næstu 12 mánuðum hyggst HMS leggja sérstaka áherslu á endurskoðun á aðferðum við gerð fasteignamats atvinnueigna með það að markmiði að útreikningurinn sé gangsærri og að fasteignamatið endurspegli betur markaðsvirði. Matsaðferð atvinnueigna var síðast endurskoðuð árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með kynningu HMS á Fasteignamati 2026 í spilaranum að neðan, en útsending hófst klukkan 10. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en stofnunin reiknar það árlega og birtir í lok maímánaðar. Fram kemur að Fasteignamat 2026 sé að meðaltali 9,2 prósentum hærra en núgildandi fasteignamat fyrir hverja fasteign. Þá nemi meðalhækkun fasteignamats íbúða 10,2 prósentum, á meðan fasteignamat sumarhúsa hækki um 11,5 prósent og fasteignamat atvinnueigna hækki um 4,8 prósent. Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð. „Mikil eftirspurn var á íbúðamarkaði í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur á síðasta ári og hefur fasteignamat á Suðurnesjum því hækkað umfram landsmeðaltal. Líkt og í fyrra hefur HMS hins vegar ákveðið að halda fasteignamati í Grindavíkurbæ óbreyttu á milli ára, þar sem óvissuástand ríkir og engin markaðsvirkni hefur átt sér stað í sveitarfélaginu. Fasteignamat hækkar líka umfram landsmeðaltal á Norðurlandi, en þar hefur virði atvinnu- og sumarhúsaeigna hækkað töluvert,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra Sama aðferðarfræði og fyrri ár Aðferðarfræðin sem notast er við útreikning fasteignamats er sambærileg þeirri sem notuð hefur verið síðustu ár eða frá því að HMS tók við málaflokknum árið 2022 og byggir beint eða óbeint á kaupverði sambærilegra fasteigna. „Matsaðferðir eru mismunandi eftir tegundum fasteignanna, en flestar fasteignir flokkast sem íbúðareignir, sumarhús eða atvinnueignir. Fyrir íbúðareignir og sumarhús er nær einungis horft til kaupsamninga, en hjá atvinnueignum eru leigusamningar einnig hafðir til hliðsjónar þegar markaðsvirði þeirra er metið. Á næstu 12 mánuðum hyggst HMS leggja sérstaka áherslu á endurskoðun á aðferðum við gerð fasteignamats atvinnueigna með það að markmiði að útreikningurinn sé gangsærri og að fasteignamatið endurspegli betur markaðsvirði. Matsaðferð atvinnueigna var síðast endurskoðuð árið 2014,“ segir í tilkynningunni. Hægt er að fylgjast með kynningu HMS á Fasteignamati 2026 í spilaranum að neðan, en útsending hófst klukkan 10.
Tilgangur fasteignamats Fasteignamat er notað til útreikninga á fasteignagjöldum sem sveitarfélög ákvarða, erfðafjárskatti og stimpilgjaldi á þinglýsingu kaupsamninga. Einnig nota sumar lánastofnanir hlutfall af fasteignamati til að ákvarða lánsupphæð.
Hægt er að fletta upp fasteignamati einstakra fasteigna með því að smella á hnappinn hér að neðan, en tölfræði að baki fasteignamatinu má finna í gögnum og mælaborðum fasteignaskrár hjá HMS. Leitarvél fyrir fasteignamat einstakra fasteigna: https://hms.is/fasteignaskra
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira