Innlent

Strand­veiði­bátur strandaði á hólma á Reykja­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Báturinn hafði lent upp í klettóttri fjöru.
Báturinn hafði lent upp í klettóttri fjöru. Landsbjörg

Áhafnir björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein og björgunarbátsins Njarðar voru kallaðar út af stjórnstöð Landhelgisgæslunnar klukkan hálf fimm í morgun vegna strandveiðibáts sem hafði strandað á litlum hólma eða skeri, á móts við Litla Hólm, skammt norðan golfvallarins á norðanverðu Reykjanesi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Kemur þar fram að báturinn hafi lent upp í klettóttri fjöru.

„Þegar björgunarsveitir komu á staðinn hafði skipverji komist að sjálfsdáðum í land. Björgunarsveitir hófust handa við að reyna að bjarga bátnum, meðal annars með því að koma fyrir belgjum og dæla úr honum, en talsverður sjór var þá kominn í hann.

Landsbjörg

Báturinn náðist svo af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk.

Eftir að hafa hreinsað lausa muni sem flutu í kringum bátinn, var haldið til hafnar í Keflavík þangað sem komið var nú á áttunda tímanum. Skipverjinn var fluttur til aðhlynningar.

Þetta er níunda útkall á björgunarskip Slysavarafélagsins Landsbjargar á síðastliðnum tveimur sólarhringum,“ segir í tilkynningunni.

Báturinn náðist af strandstað, en reyndist of skemmdur til að draga til lands og sökk.Landsbjörg

Tengdar fréttir

Manni bjargað eftir að fiski­bátur hans strandaði við grjót­garð

Mannbjörg varð þegar lítill fiskibátur strandaði við grjótgarðinn fyrir utan höfnina á Rifi snemma í morgun. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Landsbjörg. Þar segir að um fjögur í nótt hafi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar borist neyðarkall á rás 16 frá fiskibát sem var á leið á miðin frá Rifi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×