Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. maí 2025 19:00 Konráð Guðjónsson hagfræðingur segir niðurstöðu Íslandsbankasölunnar virðast vera góða. Vísir/Vilhelm Hagfræðingur segir jákvætt að tekist hafi að selja allan hlut ríkis í Íslandsbanka. Mikil þátttaka almennings sé góð fyrir markaðinn. Ríkið hljóti nú að íhuga að selja Landsbankann. Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“ Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Útboð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka lauk síðdegis í gær og nam heildarvirði útboðsins 90,6 milljörðum króna. Þar af námu tilboð einstaklinga, sem nutu forgangs í útboðinu, 88,2 milljörðum króna. 31.274 einstaklingar tóku þátt í útboðinu. Gott fyrir íslenskt fjármálakerfi Til stóð að selja minnst tuttugu prósenta hlut í bankanum en vegna góðrar þátttöku var allur hlutur ríkisins seldur. Hagfræðingur segir gott að það hafi tekist í einni atrennu. „Það er að vísu með þeim tilkostnaði að frávikið frá síðasta markaðsverði er meira en í útboðinu árið 2022. Það er einhver kostnaður þar en engu að síður bara mjög góð niðurstaða og gott að þessu ferli sé loksins lokið,“ segir Konráð Guðjónsson hagfræðingur. Hann segir ekki endilega koma á óvart að það hafi tekist að selja allan hlutinn. Meira komi á óvart hve mikil eftirspurnin var. „Það er bara mjög gott fyrir íslenskan hlutabréfamarkað, það er gott fyrir íslenskt fjármálakerfi og ég held það sýni það að það er töluverð eftirspurn eftir að eiga hlut í íslenskum fjármálafyrirtækjum.“ Eftirspurnin greinilega til staðar Tímasetningin virðist hafa verið ágæt. „Ég held að upplifunin hafi verið bara mjög góð stemning einhvern vegin fyrir útboðinu og útboð eru oft háð því,“ segir Konráð. „Þróunin á hlutabréfamarkaði síðustu þrjú ár hefur satt best að segja ekki verið upp á marga fiska heilt yfir. Það sem er kannski jákvætt í þessu er að sjá að það er tiltrú á íslenskan hlutabréfamarkað þrátt fyrir allt“ Landsbankinn er nú eini bankinn í eigu ríkisins. Konráð segir að nú vakni upp spurningar hvort gott gengi í þessari sölu leiði til endurmats á eignarhlut í Landsbankanum. „Eftirspurnin er greinilega til staðar þarna,“ segir hann. „Ég yrði ekkert hissa ef það verður skoðað hvort það komi til álita að selja einhvern hlut í Landsbankanum. Bæði af því að það dregur úr áhættu ríkissjóðs, það lækkar skuldir og svo er greinilegt að almenningur hefur áhuga á því að eiga hlut í fjármálafyrirtæki.“
Neytendur Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Landsbankinn Tengdar fréttir Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37 Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01 Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40 Mest lesið Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Mikill vöxtur í ferðaþjónustu á Reykjanesi Framúrskarandi fyrirtæki Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Viðskipti innlent Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Neytendur Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Sjá meira
Metþáttaka almennings í útboði Íslandsbanka lyftir upp öllum markaðinum Hlutabréfaverð flestra félaga í Kauphöllinni hefur rokið upp í morgun eftir að ljóst varð að tugir þúsunda almennra fjárfesta kaupa nánast allan 45 prósenta hlut ríkissjóðs Íslandsbanka, en væntingar standa til þess að veruleg þátttaka almennings í útboðinu muni í framhaldinu styðja við hlutabréfamarkaðinn. Eftir snarpa gengisstyrkingu krónunnar á meðan útboðinu stóð hefur hún núna lækkað nokkuð sem af er degi enda ljóst að ekkert verður af aðkomu erlendra fjárfesta, eins og vonir stóðu til. 16. maí 2025 12:37
Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir fagnaðarefni hve mikinn áhuga almenningur hafi haft á útboði í eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann hefur ekki áhyggjur af því hve lítinn hluta fagfjárfestar fengu í útboðinu og segist ekki telja að selja hefði mátt hlutina á hærra verði. 16. maí 2025 12:01
Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Í hádegisfréttum verður rætt við Daða Má Kristófersson fjármálaráðherra um söluna á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. 16. maí 2025 11:40