Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. maí 2025 13:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir óvissu um hvaða áhrif aukin spenna í milliríkjaviðskiptum hafi á Ísland. Vísir/Vilhelm Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er bjartsýnn á að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist um mitt næsta ár og að hagvöxtur taki við sér á næstunni. Aukin spenna í milliríkjaviðskiptum geti þó bitnað á Íslandi. Þetta kemur fram í áliti sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í morgun og vann eftir viðræður við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila síðustu tvær vikur. Um er að ræða árlega úttekt sjóðsins. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Þá er búist við að verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5 prósent, náist á seinni helming næsta árs. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar Evrópusambandsins bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Óvissa um áhrif aukinnar spennu Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir óvissu um hvaða áhrif aukin spenna í milliríkjaviðskiptum hafi á Ísland. „Stóra myndin er auðvitað sú að sjóðurinn er nokkuð jákvæður á stöðu og horfur hér á Íslandi sem að tónar ágætlega við það sem við höfum verið að teikna upp hvað koma skal. Þau benda auðvitað réttilega á að það sé veruleg óvissa fyrir okkar litla útflutningsdrifna hagkerfi um hvaða áhrif tollastefna Bandaríkjanna muni hafa. En aftur, ég get líka tekið undir það hjá þeim að þau áhrif verði ekki eitthvað stórkostlega skaðleg,“ segir Jón Bjarki. Lítil lækkun eða óbreyttir vextir Jón Bjarki segir nokkra óvissu þegar kemur að verðbólgunni. „Þá er sjóðurinn frekar bjartsýnn á verðbólguna og slær þar bjartari tón heldur en við höfum verið að sjá endurspeglast á mörkuðum og í nýlegum væntingakönnunum. Það væri auðvitað frábært ef þeirra skoðun yrði ofan á en það er óvissa þar sem er því miður á þá leið að verðbólga verði þrálátari,“ segir Jón Bjarki. Hann segir tvísýnt hvort stýrivextir verði lækkaðir frekar á næstunni. „Í ljósi þess hversu verðbólguvæntingar eru þrálátt háar – og er eitthvað sem Seðlabankinn vildi klárlega ekki sjá á þessum tímapunkti – það flækir svolítið ákvörðununartökuna hjá þeim og reyndar einnig það, sem er kannski styrkleikamerki, hversu mikill töggur er ennþá í hagkerfinu. Þannig að ef vextir lækka nú eftir hálfan mánuð þá verður það smátt skerf og það er ekki útilokað að vöxtum verði haldið óbreyttum,“ segir Jón Bjarki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa. 6. maí 2025 11:46 AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. 6. maí 2025 09:42 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
Þetta kemur fram í áliti sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í morgun og vann eftir viðræður við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila síðustu tvær vikur. Um er að ræða árlega úttekt sjóðsins. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Þá er búist við að verðbólgumarkmið Seðlabankans, sem er 2,5 prósent, náist á seinni helming næsta árs. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar Evrópusambandsins bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. Óvissa um áhrif aukinnar spennu Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir óvissu um hvaða áhrif aukin spenna í milliríkjaviðskiptum hafi á Ísland. „Stóra myndin er auðvitað sú að sjóðurinn er nokkuð jákvæður á stöðu og horfur hér á Íslandi sem að tónar ágætlega við það sem við höfum verið að teikna upp hvað koma skal. Þau benda auðvitað réttilega á að það sé veruleg óvissa fyrir okkar litla útflutningsdrifna hagkerfi um hvaða áhrif tollastefna Bandaríkjanna muni hafa. En aftur, ég get líka tekið undir það hjá þeim að þau áhrif verði ekki eitthvað stórkostlega skaðleg,“ segir Jón Bjarki. Lítil lækkun eða óbreyttir vextir Jón Bjarki segir nokkra óvissu þegar kemur að verðbólgunni. „Þá er sjóðurinn frekar bjartsýnn á verðbólguna og slær þar bjartari tón heldur en við höfum verið að sjá endurspeglast á mörkuðum og í nýlegum væntingakönnunum. Það væri auðvitað frábært ef þeirra skoðun yrði ofan á en það er óvissa þar sem er því miður á þá leið að verðbólga verði þrálátari,“ segir Jón Bjarki. Hann segir tvísýnt hvort stýrivextir verði lækkaðir frekar á næstunni. „Í ljósi þess hversu verðbólguvæntingar eru þrálátt háar – og er eitthvað sem Seðlabankinn vildi klárlega ekki sjá á þessum tímapunkti – það flækir svolítið ákvörðununartökuna hjá þeim og reyndar einnig það, sem er kannski styrkleikamerki, hversu mikill töggur er ennþá í hagkerfinu. Þannig að ef vextir lækka nú eftir hálfan mánuð þá verður það smátt skerf og það er ekki útilokað að vöxtum verði haldið óbreyttum,“ segir Jón Bjarki.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa. 6. maí 2025 11:46 AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. 6. maí 2025 09:42 Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Sjá meira
AGS telur að stýrivextir gætu lækkað um 250 punkta fram á mitt næsta ár Verði verðbólgan komin niður í 2,5 prósenta markmið Seðlabankans á seinni helmingi ársins 2026, eins og spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir, þá ætti það að mati sjóðsins að skapa svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka meginvexti sína um samtals 250 punkta næsta eina árið eða svo. AGS tekur vel í ákvörðun Seðlabankans að hefja reglubundin kaup á gjaldeyri, sem er sögð vel tímasett, en brýnir stjórnvöld sem fyrr að kanna kosti þess að dýpka markaðinn fyrir gjaldeyrisafleiður þegar aðstæður leyfa. 6. maí 2025 11:46
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Búast má við að hagvöxtur á Íslandi taki við sér í ár eftir að töluvert hægði á efnahagslífinu í fyrra og eru horfur taldar góðar til meðallangstíma. Hins vegar gæti aukin spenna í milliríkjaviðskiptum orðið meiri en nú er gert ráð fyrir ef bandarískir tollar verða lagðir á innflutt lyf eða ef hugsanlegir refsitollar ESB bitna á Íslandi. Fækkun ferðamanna til og frá Bandaríkjunum gæti einnig haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu. 6. maí 2025 09:42
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent