Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Siggeir Ævarsson skrifar 5. maí 2025 23:11 Ólafur Ólafsson í baráttu um boltann í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Fyrirliði Grindvíkinga átti mjög erfitt eftir tapleikinn á móti Stjörnunni í kvöld í hreinum úrslitaleik um sæti í úrslitaeinvígi Bónus deildar karla í körfubolta. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“ Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindvíkinga, mætti í viðtal til Andra Más eftir leik og svarið var einfalt þegar hann var spurður hvað sæti helst í honum eftir þetta tap. „Bara að hafa tapað. Við komum kannski pínu flatir út í byrjun en héngum alltaf í þeim, misstum þá aldrei of langt frá okkur. Komum og jöfnuðum leikinn. Bara nokkur „play“ hérna í lokin, sóknarfrákast og eitthvað sem að voru þeirra. Bara kredit á þá.“ Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni Eftir flata byrjun komust Grindvíkingar smám saman í takt. „Við vorum að hreyfa okkur bara í vörninni. Fórum loksins að hafa samskipti í vörninni og vorum allir á sömu blaðsíðunni. Vorum að láta boltann flæða, vorum að hreyfa þá og þá fengum við ódýrar körfur. Ég hefði kannski mátt hitta aðeins betur í seinni hálfleik en það er bara svoleiðis.“ Ólafur var síðan beðinn um að fara aðeins yfir síðustu tvær mínútur leiksins. „Bara tvö hörku góð lið að spila. Við höfðum alltaf trú á því að við gætum unnið og héldum alltaf áfram og komust ansi nálægt því en 50/50 boltarnir þeir duttu þeirra megin í lokin.“ Það urðu einhver læti í leikslok sem Ólafur var í hringiðunni á. Hann átti þó góðar skýringar á því hvað gekk á. Bara búið að vera erfitt ár „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er. Bara búið að vera erfitt ár, eða síðustu tvö ár rosalega erfið. Það hafði ekkert að gera með að ég hafi tapað leiknum. Hann bara hreytti einhverju í mig og var fljótur að hlaupa í burtu þegar ég kom í áttina að honum. Bara fljótur upp, biðst afsökunar á því.“ Andri spurði hann nánar út í þessi síðustu tvö ár og var augljóst að Ólafur átti í fullu fangi með að halda aftur að tárunum. „Bara erfitt. Stórt skarð sem við misstum í fjölskyldunni. Þetta er bara búið að vera erfitt síðustu tvö ár, rýmingin og svo þegar pabbi deyr. Bara búið að vera erfitt.“ Set sjálfan mig í fyrsta sæti Hann var að lokum spurður um framhaldið, sem virðist vera nokkuð skýrt en samt kannski ekki. „Ég er ennþá með samning allavegana. Þannig að ég veit ekki. Bara fara að vinna svolítið í sjálfum mér og setja sjálfan mig í fyrsta sæti.“
Bónus-deild karla Grindavík Stjarnan UMF Grindavík Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31 „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46 „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Það var rafmögnuð stemming í Umhyggjuhöllinni í kvöld þegar Stjarnan og Grindavík mættust í oddaleik. Grindvíkingar lentu 2-0 undir í einvíginu en tryggðu sér oddaleikinn með ótrúlegri endurkomu í síðasta leik. 5. maí 2025 18:31
„Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ansi ósáttur við dómgæsluna í kvöld þegar hann mætti í viðtal við Andra Más eftir tap gegn Stjörnunni 74-70 í oddaleik. 5. maí 2025 22:46
„Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Bónus-deildar karla í dramatískum oddaleik gegn Grindavík. 5. maí 2025 21:47
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn