Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 07:31 Anthony Edwards og LeBron James í átökum í leiknum í gær. James er núna einu tapi frá því að fara í sumarfrí. Getty/Robert Gauthier Anthony Edwards og félagar í Minnesota Timberwolves eru langt komnir með að senda stjörnur LA Lakers í snemmbúið sumarfrí eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir) NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira
Minnesota vann leikinn á heimavelli, 116-113, og er nú komið í 3-1 í einvíginu en vinna þarf fjóra leiki til að komast í aðra umferð. Lakers voru tíu stigum yfir í fjórða leikhluta en keyrðu á sama fimm manna liðinu allan seinni hálfleikinn og misstu forskotið niður í lokin, eftir að hafa náð 14-0 kafla í byrjun þriðja leikhluta og unnið hann 36-23. Sneru við dómi í blálokin „Mér fannst þeir klára bensínið þegar við nálguðumst lok leiksins,“ sagði Edwards sem skoraði 16 af 43 stigum sínum í lokafjórðungnum. LeBron James skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf átta stoðsendingar en var afar ósáttur við ákvörðun dómaranna í lokin um að snúa við fyrri dómi sínum og dæma villu á hann, þegar Lakers virtist vera að fá lokasókn til að tryggja sér sigur. During Q4 of tonight's #LALatMIN game, Replay Center officials determined the Coach's Challenge by MIN was successful and the original call of out-of-bounds was overturned to a proximate foul committed by the Lakers' LeBron James. pic.twitter.com/ymYU39zeOk— NBA Official (@NBAOfficial) April 28, 2025 James vildi ekki meina að Lakers hefðu einfaldlega sprungið á limminu. „Við fengum virkilega góð færi. Luka [Doncic] klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur sjö stigum yfir. Ég klikkaði á opnu sniðskoti til að koma okkur fjórum yfir. Við fengum nokkur tækifæri. Ég held að það hafi ekkert snúist um þreytu. Við bara klikkuðum á opnum skotum. Við komum okkur í þau færi sem við vildum en náðum bara ekki að nýta þau,“ sagði James. Fjögur einvígi héldu áfram í gær og í engu þeirra er staðan jöfn, eftir fjóra leiki. Meistarar Boston Celtics, New York Knicks og Indiana Pacers eru öll einum sigri frá því að komast í næstu umferð, líkt og Timberwolves. Úrslitin í gær: Pistons – Knicks, 93-94 (Knicks eru 3-1 yfir) Timberwolves – Lakers, 116-113 (Timberwolves eru 3-1 yfir) Magic – Celtics, 98-107 (Celtics eru 3-1 yfir) Bucks – Pacers, 103-129 (Pacers eru 3-1 yfir)
NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Fleiri fréttir Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Sjá meira