Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2025 07:26 Róbert Wessman setofnaði Alvotech sem er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Hann er stjórnarformaður og forstjóri fyrirtækisins. Vísir/Vilhelm Alvotech hefur keypt þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma AB (“Xbrane”). Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna, um 3,6 milljarðar íslenskra króna. Í tilkynningu segir að með kaupunum auki Alvotech afkastagetu sína í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæða, styrki stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og hasli sér völl innan sænska líftæknigeirans. „Alvotech tekur yfir aðstöðu og búnað Xbrane, við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og starfsfólk í þróunardeild fyrirtækisins. Með kaupunum eignast Alvotech jafnframt allt lyfjahugvit Xbrane tengt fyrirhugaðri hliðstæðu við Cimizia (certolizumab pegol). Alvotech mun ljúka við þróun lyfsins og stefnir að því að setja það á markað á árinu 2028. Samhliða kaupunum mun Alvotech í framhaldinu skoða mögulega skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi með útgáfu sænskra heimildaskírteina (SDR). Helstu staðreyndir um kaupin Alvotech kaupir rannsóknaraðstöðu og búnað Xbrane auk fyrirhugaðu hliðstæðunnar XB003. Xbrane heldur réttindum að tveimur verkefnum og verður áfram skráð á markað. Starfsmönnum Xbrane verða boðin störf í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech í Stokkhólmi Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna (um 3,6 milljarðar íslenskra króna) og verða 102,2 milljónir sænskra króna greiddar í reiðufé og 172,8 milljónir sænskra króna með yfirtöku skulda, en meirihluti þeirra eða 152,8 milljónir sænskra króna verður greiddur með eigin bréfum. Kaupin eru bundin skilyrðum um samþykki viðkomandi yfirvalda og hluthafa Xbrane. Stjórn Xbrane hefur samþykkt söluna til Alvotech. Auk stjórnarmanna, hafa stórir fjárfestar í hluthafahópi Xbrane skuldbundið sig til að greiða atkvæði með sölunni á hluthafafundi. Stjórn Xbrane mun kalla saman hluthafafund í apríl til að afla heimildar til að ljúka sölunni. Reiknað er með því að kaupunum verði lokið í apríl. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanns og forstjóra Alvotech, að Alvotech sé nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða. „Velta þeirra frumlyfja sem Alvotech þróar hliðstæður við er umtalsvert meiri en hjá nokkrum keppinaut okkar. Við ætlum að halda áfram að fjölga lyfjum í þróun og þar með bæta aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum í hæsta gæðaflokki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane auka enn frekar afkastagetu okkar í þróun nýrra lyfja, á sama tíma og Alvotech ætlar að fjölga verulega starfsfólki við lyfjaþróun á Íslandi. Fjöldi líftæknifyrirtækja í Svíþjóð er annar mesti á eftir Bandaríkjunum. Aðgengi að reyndu starfsfólki er því gott og jafnframt opnast möguleikar á frekara samstarfi við önnur sænsk líftæknifyrirtæki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane er því mikilvægt skref sem treystir enn frekar leiðandi stöðu okkar í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða,“ segir Róbert. Kaup og sala fyrirtækja Alvotech Líftækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Í tilkynningu segir að með kaupunum auki Alvotech afkastagetu sína í þróun nýrra líftæknilyfjahliðstæða, styrki stöðu sína sem leiðandi afl á þessu sviði og hasli sér völl innan sænska líftæknigeirans. „Alvotech tekur yfir aðstöðu og búnað Xbrane, við Karolínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og starfsfólk í þróunardeild fyrirtækisins. Með kaupunum eignast Alvotech jafnframt allt lyfjahugvit Xbrane tengt fyrirhugaðri hliðstæðu við Cimizia (certolizumab pegol). Alvotech mun ljúka við þróun lyfsins og stefnir að því að setja það á markað á árinu 2028. Samhliða kaupunum mun Alvotech í framhaldinu skoða mögulega skráningu í kauphöllinni í Stokkhólmi með útgáfu sænskra heimildaskírteina (SDR). Helstu staðreyndir um kaupin Alvotech kaupir rannsóknaraðstöðu og búnað Xbrane auk fyrirhugaðu hliðstæðunnar XB003. Xbrane heldur réttindum að tveimur verkefnum og verður áfram skráð á markað. Starfsmönnum Xbrane verða boðin störf í rannsóknar- og þróunardeild Alvotech í Stokkhólmi Umsamið kaupverð er 275 milljónir sænskra króna (um 3,6 milljarðar íslenskra króna) og verða 102,2 milljónir sænskra króna greiddar í reiðufé og 172,8 milljónir sænskra króna með yfirtöku skulda, en meirihluti þeirra eða 152,8 milljónir sænskra króna verður greiddur með eigin bréfum. Kaupin eru bundin skilyrðum um samþykki viðkomandi yfirvalda og hluthafa Xbrane. Stjórn Xbrane hefur samþykkt söluna til Alvotech. Auk stjórnarmanna, hafa stórir fjárfestar í hluthafahópi Xbrane skuldbundið sig til að greiða atkvæði með sölunni á hluthafafundi. Stjórn Xbrane mun kalla saman hluthafafund í apríl til að afla heimildar til að ljúka sölunni. Reiknað er með því að kaupunum verði lokið í apríl. Haft er eftir Róberti Wessman, stofnanda, stjórnarformanns og forstjóra Alvotech, að Alvotech sé nú þegar í hópi leiðandi fyrirtækja á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða. „Velta þeirra frumlyfja sem Alvotech þróar hliðstæður við er umtalsvert meiri en hjá nokkrum keppinaut okkar. Við ætlum að halda áfram að fjölga lyfjum í þróun og þar með bæta aðgengi sjúklinga að líftæknilyfjum í hæsta gæðaflokki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane auka enn frekar afkastagetu okkar í þróun nýrra lyfja, á sama tíma og Alvotech ætlar að fjölga verulega starfsfólki við lyfjaþróun á Íslandi. Fjöldi líftæknifyrirtækja í Svíþjóð er annar mesti á eftir Bandaríkjunum. Aðgengi að reyndu starfsfólki er því gott og jafnframt opnast möguleikar á frekara samstarfi við önnur sænsk líftæknifyrirtæki. Kaupin á þróunarstarfsemi Xbrane er því mikilvægt skref sem treystir enn frekar leiðandi stöðu okkar í þróun og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða,“ segir Róbert.
Kaup og sala fyrirtækja Alvotech Líftækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira