Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 22:05 Jón Cleon var deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Vísir Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting. Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48