Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 22:05 Jón Cleon var deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Vísir Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting. Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira
Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Sýn tapaði 239 milljónum Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Verða ekki Framúrskarandi nema uppfylla lög um kynjahlutfall Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Sjá meira
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48