Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 11:13 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör. Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil.
Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55