Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2025 11:13 Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru stórir eigendur í Bakkavör. Starfsmenn í verksmiðju matvælafyrirtækisins Bakkavarar í Spalding á Englandi eru snúnir aftur til vinnu eftir sex mánaða verkfall. Starfsfólkið féllst að lokum á tilboð sem það hafnaði í október í fyrra. Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil. Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Sjá meira
Tilboðið hljóðaði upp á 7,8 prósent launahækkun hjá þeim lægst launuðu og 6,4 prósenta hækkun hjá öðru starfsfólki. Þá fengu starfsmenn eingreiðslu upp á 350 pund eða rúmlega sextíu þúsund krónur. Um fjögur hundruð manns voru í verkfalli sem svarar til um þriðjungs af starfsliðinu í verksmiðju Bakkavarar í Spalding. Fulltrúi Bakkavarar fagnar því að starfsfólkið hafi samþykkt lokatilboð Bakkavarar sem lagt var fram í október í fyrra. Fulltrúar Unite verkalýðsfélagsins og starfsfólk komu til Íslands í nóvember til að vekja athygli á verkfallsaðgerðum. Fulltrúar verkalýðsfélagsins bönkuðu upp á á skrifstofum Bakkabræðra hér á landi en tilgangurinn var að afhenda bréf með ákalli til bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssonar um að koma til móts við kröfur verkafólksins. Bræðurnir, ásamt Sigurði Valtýssyni, fara með rúmlega 50% hlut í Bakkavör. Fyrirtækið skilaði miklum hagnaði á síðasta ári og segir verkalýðsfélagið að 2% hagnaðarins dyggði til að mæta launakröfum starfsfólksins. Starfsfólkið vinnur að mestu við að smyrja samlokur og útbúa annan tilbúinn mat sem seldur er í stærstu verslunarkeðjum Bretlands. „Laun fólksins hafa lækkað um 10,6% af raunvirði á síðustu 3 árum og hluti fjölskyldnanna sem treysta á þessi störf ná ekki endum saman hver mánaðamót og þurfa að treysta á matargjafir. Forstjóri Bakkavarar var með 425 milljónir í laun á síðasta ári eða 100 sinnum hærri laun en fólkið í verksmiðjunni. Bakkavör er einn stærsti matvælaframleiðandi Bretlands og framleiðir fyrir m.a. Tesco, M&S og Sainsbury's. Samanlagðar arðgreiðslur til eigenda Bakkavarar nema 28 milljörðum íslenska króna á síðustu 5 árum,“ sagði í tilkynningu Unite í nóvember. Bakkavör hafnaði fullyrðingum um launalækkun og sagði í tilkynningu að á árunum þremur hefði neysluvísitalan í Bretlandi hækkað um 21 prósent á sama tíma og lægstu laun í Spalding hafi hækkað um 22,8 prósent og öll önnur laun um 21,2% - hvoru tveggja yfir verðbólgu tímabilsins. Þar fyrir utan hafi ýmis hlunnindi verið bætt yfir sama tímabil.
Bretland England Tengdar fréttir Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44 Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Sjá meira
Hafna ásökunum um smánarlaun Talsmenn Bakkavarar hafna alfarið ásökunum um greiðslu sultarlauna til starfsfólks verksmiðju í Englandi, en fulltrúar ensks stéttarfélags komu hingað til lands í vikunni og hófu herferð gegn íslenskum meirihlutaeigendum fyrirtækisins. 8. nóvember 2024 11:44
Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Nokkrir fulltrúar um 700 starfsmanna í samlokuverksmiðju fyrirtækisins Bakkavarar í Bretlandi, sem er í meirihlutaeigu íslenskra fjárfesta, komu til Íslands í gær til að reyna að ná tali af Bakkabræðrum, þeim Lýði Guðmundssyni og Ágústi Guðmundssyni. Forsvarsfólk Bakkavarar segist hugsa vel um fólkið sitt. 7. nóvember 2024 15:55