Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Árni Sæberg skrifar 28. febrúar 2025 14:48 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Vísir Kvika banki og Landsbankinn gengu í dag frá kaupum Landsbankans á 100 prósentum hlutafjár TM trygginga hf. Afhending á tryggingafélaginu fór fram samhliða því og greiddi Landsbankinn Kviku banka umsamið kaupverð við afhendingu. Með kaupverðsaðlögun nemur verðið 32,3 milljörðum króna en gæti enn tekið breytingum. Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í tilkynningu Kviku til Kauphallar segir að endanlegt kaupverð verði aðlagað miðað við breytingar á efnislegu eigin fé TM frá upphafi árs 2024 til afhendingardags, sem sé í dag, 28. febrúar 2025. Munu leggja til sérstaka arðgreiðslu Umsamið kaupverð sé 28,6 ma.kr. en aðlagað kaupverð nemi um 32,3 milljörðum króna með kaupverðsaðlögun ársins 2024, sem hafi nú verið greitt til Kviku banka. Kaupverðið muni taka frekari breytingum þar sem breyting á efnislegu eigin fé TM frá áramótum til afhendingardags muni bætast við eða dragast frá endanlegu kaupverði. Stjórn Kviku banka muni leggja til á aðalfundi bankans þann 26. mars næstkomandi sérstaka arðgreiðslu til hluthafa bankans og sú tillaga verði birt samhliða öðrum tillögum stjórnar til aðalfundar eigi síðar en þann 5. mars næstkomandi. Mikilvægt skref í að skerpa á kjarnastarfseminni „Það er ánægjulegt að kaup Landsbankans á TM séu gengin í gegn en með sölunni erum við að stíga mikilvæg skref í þá átt að skerpa á kjarnastarfsemi okkar. Markmið okkar er að sækja fram á nýja markaði með framúrskarandi vörur og þjónustu fyrir viðskiptavini okkar og gerum við ráð fyrir að nýta hluta kaupverðsins í þá vegferð. Ég vil þakka stjórnendum og starfsfólki TM kærlega fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi,“ er haft eftir Ármanni Þorvaldssyni, forstjóra Kviku. Landsbankinn og TM séu betri saman Landsbankinn hefur sent frá sér fréttatilkynningu um viðskiptin undir yfirskriftinni Landsbankinn og TM eru betri saman! Þar kemur fram að TM verði rekið sem dótturfélag bankans. „TM er öflugt tryggingafélag með frábæru starfsfólki sem býr yfir mikilli þekkingu á tryggingamarkaði. Við hlökkum til að vinna með starfsfólki TM að því að þróa spennandi nýjungar. Saman búa Landsbankinn og TM yfir öflugu þjónustu- og söluneti, hvort sem er í gegnum reynslumikið starfsfólk, stafrænar lausnir eða í útibúum um allt land,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. Stjórnendur bankans sjái fyrir sér gott aðgengi viðskiptavina að vörum og þjónustu beggja félaga, sem skapi bankanum og TM mörg tækifæri til sóknar. Þeir telji auk þess að kaup bankans á TM muni hafa jákvæð áhrif á rekstur bankans, fjölga tekjustoðum og auka ávinning eigenda bankans til framtíðar. Lilja Björk og Birkir eru spennt fyrir samstarfinu.Landsbankinn „Við hjá TM erum virkilega spennt að ganga til liðs við Landsbankann. Viðskiptavinir Landsbankans hafa um árabil verið meðal ánægðustu viðskiptavina á íslenskum bankamarkaði og TM hefur á undanförnum misserum stigið afgerandi skref í átt að sama marki á tryggingamarkaði. Ég er sannfærður um að þegar við snúum bökum saman munu TM og Landsbankinn veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi alhliða fjármálaþjónustu, hjálpa þeim að vaxa og dafna og grípa þá þegar áföll verða,“ er haft eftir Birki Jóhannssyni, forstjóra TM. Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Landsbankans barst.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent