„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. febrúar 2025 22:10 Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, flutti fyrirlestur um það að vera áskorandi á fákeppnismarkaði á fundi Félags atvinnurekanda sem bar yfirskriftina „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ sem var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Hún byrjaði á að fjalla um innkomu Prís á lágvöruverðsmarkað sem hún sagði vera staðnaðan markað. Nýr aðili kæmi inn á markaðinn á um tuttugu ára fresti, Bónus hefði komið inn 1989, Krónan um 2000 og Prís í fyrra. „Það er erfitt að komast inn á þennan markað. Maður spyr sig hvort að þessi samkeppni sem hefur komið hafi leitt til þess að verð hefur lækkað. Að okkar mati hefur ekki verið samkeppnin sem hefur leitt til þess að verð hefur verið hærra en það þarf að vera,“ sagði Gréta. Neytendur borguðu meðan framlegð ykist hjá stóru aðilunum, Krónunni og Bónus. Samkeppni eða fákeppni? Gréta tók síðan fyrir verðkönnun ASÍ á vörum sem birtist rétt eftir að Prís opnaði 17. ágúst 2024. Þar mátti sjá samanburð á vörum Bónus og Krónunnar þar sem munaði nær alltaf bara einni krónu til eða frá á verði varanna. „Maður spyr sig ,Er þetta samkeppni?‘ þegar það munar einni krónu verðkönnun eftir verðkönnun eftir verðkönnun á því sem íslensk heimili eru að versla. Eða er þetta fákeppni?“ spurði hún svo. Helstu einkenni fákeppnismarkaðar sagði Gréta vera að seljendur séu fáir, keppt sé í öðrum þáttum en verði, verðákvarðanir séu háðar samkeppni, það sé hætta á samráði og aðgangshindranir séu miklar. Hún fór síðan yfir þau einkenni lið fyrir lið. Ekki samkeppni heldur sýndarmennska Gréta sýndi síðan línurit frá Meniga yfir markaðshlutdeild á lágvöruverðsmarkaði. Það sýndi tvo stóra aðila og svo þriðja aðila sem væri í sömu keðju og annar hinna tveggja. Eins og væri algengt á fákeppnismarkaði væri ekki keppt í verði heldur tækni, hönnun og afgreiðslutíma og það mætti sjá hjá Bónus og Krónunni. „Eru þetta þægindaverslanir eða er raunverulega verið að lækka matvöruverð?“ spurði Gréta svo. „Að mínu mati ekki samkeppni og að vissu leyti ákveðin sýndarmennska.“ Stutt væri síðan aðilar hefðu verið varaðir við samráði. „Það er ekki lengra síðan en í síðastliðnum desember sem Samkeppniseftirlitið bendir aðilum á þessum markaði að það þurfi að gæta sín í opinberri umfjöllun,“ sagði Gréta Þetta ætti ekki bara við um matvörumarkað en smæð þjóðarinnar hefði eitthvað með það að gera. „En þetta er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Og við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta,“ sagði hún. Ýmsar aðgangshindranir í veginum Næst fjallaði Gréta um aðgangshindranir sem Prís hefði þurft að eiga við. Staðsetningar væru stór aðgangshindrun því góð staðsetning væri nauðsynleg til að komast inn á markaðinn. „Ein helsta áskorun okkar var að finna staðsetningu fyrir fyrstu búðina,“ sagði Gréta. Það hafi verið hægara sagt en gert og þau endað á að opna á Smáratorgi. Hár stofnkostnaður væri önnur aðgangshindrun og það hlypi á hundruðum milljóna að koma inn á markaðinn. Framleiðendur og heildsalar væru svo enn önnur aðgangshindrunin. „Við sitjum ekki við sama borð og risarnir tveir á markaði. Það er bara þannig. Eitt er það að það sé verðmunur en að hann sé talinn frá heildsala eða framleiðenda í tugum prósenta, það er eitthvað rangt,“ sagði Gréta. Hún vísaði síðan í orð tveggja heildsala sem vöruðu við því að valda raski á markaðnum. Annar hafi sagt að kerfið væri fyrirfram skilgreint til þess að raska ekki ró á markaðnum, hinn hafi sagt Prís ekki vilja rugga bátnum. Fjölmargir framleiðendur og heildsalar hefðu þó unnið þétt og náið með Prís. Hótanir og blekkingar samkeppnisaðila Loks sagði Gréta að markaðsráðandi aðilar ættu allar keðjurnar og þeir gætu því stýrt því hvar framlegðin lendir. „Þeir eru að flytja inn sjálfir, þeir eiga vöruhúsin sín, þeir eiga framleiðslufyrirtækin sem framleiða vörurnar. Hvar læturðu framlegðarstigið þitt enda?“ spurði hún. Viðbrögð markaðarins við innkomu Prís hefðu einkennst af hótunum og blekkingum. „Það eru aðilar sem hafa hætt að selja okkur vörur af því að þeim hefur verið hótað minna hilluplássi í samkeppnisbúðunum. Aðrir sem hafa verið að framleiða fyrir okkur hafa hætt að framleiða fyrir okkur því það var ekki nægur tími í tækjunum til þess að framleiða fyrir tvo aðila,“ sagði Gréta. Hún segir að umbúðum á vörum Prís hafi verið breytt til að koma í veg fyrir að hægt sé að bera saman sömu vörur og eru seldar í hinum búðunum. Neytendur súpi seyðið af því. „Þannig við höfum fengið aðrar umbúðir en samkeppnin sem er ekkert nema svik við viðskiptavininn,“ sagði hún. Aukinn hagnaður skili sér ekki til almennings „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni,“ sagði Gréta svo til að súmmera upp yfirferðina. „Stórir aðilar stjórna verðlagi og hámarka hagnað sinn án þess að lenda í raunverulegum verðstríðum. Það er staðan eins og hún hefur verið.“ „Þegar framlegð þeirra hækkar án þess að verð fyrir neytendur lækki, sýnir það að aukinn hagnaður er ekki skila sér til almennings í formi lægra verðs eða betri þjónustu. Í heilbrigðri samkeppni ætti að sjálfsögðu að vera meiri þrýstingur sem neyðir fyrirtæki til að bjóða betra verð og þjónustu en við höfum ekki séð það undanfarin misseri,“ sagði Gréta. Litlir aðilar eins og Prís brjóti upp staðnaðan markað með lágum kostnaði, einföldu vöruúrvali og skilvirkari rekstri. Þess vegna séu þeir mikilvægir. Hægt sé að gera betur víða í kerfinu og það þurfi að vera gagnsærra en neytendur þurfi líka að veita raunverulegt aðhald. „Ef við ætlum að geta bætt kjör almennings á Íslandi, ekki bara varðandi matvöruverð heldur varðandi aðra hluti, þá þurfum við að standa okkur betur sem neytendur. Og þetta eiga allir að taka til sín,“ sagði hún. „Það græða allir á samkeppni en við viljum bara að hún sé alvöru,“ sagði hún að lokum. Verslun Matvöruverslun Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís, flutti fyrirlestur um það að vera áskorandi á fákeppnismarkaði á fundi Félags atvinnurekanda sem bar yfirskriftina „Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði?“ sem var haldinn á Grand hóteli í Reykjavík í dag. Hún byrjaði á að fjalla um innkomu Prís á lágvöruverðsmarkað sem hún sagði vera staðnaðan markað. Nýr aðili kæmi inn á markaðinn á um tuttugu ára fresti, Bónus hefði komið inn 1989, Krónan um 2000 og Prís í fyrra. „Það er erfitt að komast inn á þennan markað. Maður spyr sig hvort að þessi samkeppni sem hefur komið hafi leitt til þess að verð hefur lækkað. Að okkar mati hefur ekki verið samkeppnin sem hefur leitt til þess að verð hefur verið hærra en það þarf að vera,“ sagði Gréta. Neytendur borguðu meðan framlegð ykist hjá stóru aðilunum, Krónunni og Bónus. Samkeppni eða fákeppni? Gréta tók síðan fyrir verðkönnun ASÍ á vörum sem birtist rétt eftir að Prís opnaði 17. ágúst 2024. Þar mátti sjá samanburð á vörum Bónus og Krónunnar þar sem munaði nær alltaf bara einni krónu til eða frá á verði varanna. „Maður spyr sig ,Er þetta samkeppni?‘ þegar það munar einni krónu verðkönnun eftir verðkönnun eftir verðkönnun á því sem íslensk heimili eru að versla. Eða er þetta fákeppni?“ spurði hún svo. Helstu einkenni fákeppnismarkaðar sagði Gréta vera að seljendur séu fáir, keppt sé í öðrum þáttum en verði, verðákvarðanir séu háðar samkeppni, það sé hætta á samráði og aðgangshindranir séu miklar. Hún fór síðan yfir þau einkenni lið fyrir lið. Ekki samkeppni heldur sýndarmennska Gréta sýndi síðan línurit frá Meniga yfir markaðshlutdeild á lágvöruverðsmarkaði. Það sýndi tvo stóra aðila og svo þriðja aðila sem væri í sömu keðju og annar hinna tveggja. Eins og væri algengt á fákeppnismarkaði væri ekki keppt í verði heldur tækni, hönnun og afgreiðslutíma og það mætti sjá hjá Bónus og Krónunni. „Eru þetta þægindaverslanir eða er raunverulega verið að lækka matvöruverð?“ spurði Gréta svo. „Að mínu mati ekki samkeppni og að vissu leyti ákveðin sýndarmennska.“ Stutt væri síðan aðilar hefðu verið varaðir við samráði. „Það er ekki lengra síðan en í síðastliðnum desember sem Samkeppniseftirlitið bendir aðilum á þessum markaði að það þurfi að gæta sín í opinberri umfjöllun,“ sagði Gréta Þetta ætti ekki bara við um matvörumarkað en smæð þjóðarinnar hefði eitthvað með það að gera. „En þetta er að sjálfsögðu ekki ásættanlegt. Og við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta,“ sagði hún. Ýmsar aðgangshindranir í veginum Næst fjallaði Gréta um aðgangshindranir sem Prís hefði þurft að eiga við. Staðsetningar væru stór aðgangshindrun því góð staðsetning væri nauðsynleg til að komast inn á markaðinn. „Ein helsta áskorun okkar var að finna staðsetningu fyrir fyrstu búðina,“ sagði Gréta. Það hafi verið hægara sagt en gert og þau endað á að opna á Smáratorgi. Hár stofnkostnaður væri önnur aðgangshindrun og það hlypi á hundruðum milljóna að koma inn á markaðinn. Framleiðendur og heildsalar væru svo enn önnur aðgangshindrunin. „Við sitjum ekki við sama borð og risarnir tveir á markaði. Það er bara þannig. Eitt er það að það sé verðmunur en að hann sé talinn frá heildsala eða framleiðenda í tugum prósenta, það er eitthvað rangt,“ sagði Gréta. Hún vísaði síðan í orð tveggja heildsala sem vöruðu við því að valda raski á markaðnum. Annar hafi sagt að kerfið væri fyrirfram skilgreint til þess að raska ekki ró á markaðnum, hinn hafi sagt Prís ekki vilja rugga bátnum. Fjölmargir framleiðendur og heildsalar hefðu þó unnið þétt og náið með Prís. Hótanir og blekkingar samkeppnisaðila Loks sagði Gréta að markaðsráðandi aðilar ættu allar keðjurnar og þeir gætu því stýrt því hvar framlegðin lendir. „Þeir eru að flytja inn sjálfir, þeir eiga vöruhúsin sín, þeir eiga framleiðslufyrirtækin sem framleiða vörurnar. Hvar læturðu framlegðarstigið þitt enda?“ spurði hún. Viðbrögð markaðarins við innkomu Prís hefðu einkennst af hótunum og blekkingum. „Það eru aðilar sem hafa hætt að selja okkur vörur af því að þeim hefur verið hótað minna hilluplássi í samkeppnisbúðunum. Aðrir sem hafa verið að framleiða fyrir okkur hafa hætt að framleiða fyrir okkur því það var ekki nægur tími í tækjunum til þess að framleiða fyrir tvo aðila,“ sagði Gréta. Hún segir að umbúðum á vörum Prís hafi verið breytt til að koma í veg fyrir að hægt sé að bera saman sömu vörur og eru seldar í hinum búðunum. Neytendur súpi seyðið af því. „Þannig við höfum fengið aðrar umbúðir en samkeppnin sem er ekkert nema svik við viðskiptavininn,“ sagði hún. Aukinn hagnaður skili sér ekki til almennings „Þetta er engin samkeppni, þetta er fákeppni,“ sagði Gréta svo til að súmmera upp yfirferðina. „Stórir aðilar stjórna verðlagi og hámarka hagnað sinn án þess að lenda í raunverulegum verðstríðum. Það er staðan eins og hún hefur verið.“ „Þegar framlegð þeirra hækkar án þess að verð fyrir neytendur lækki, sýnir það að aukinn hagnaður er ekki skila sér til almennings í formi lægra verðs eða betri þjónustu. Í heilbrigðri samkeppni ætti að sjálfsögðu að vera meiri þrýstingur sem neyðir fyrirtæki til að bjóða betra verð og þjónustu en við höfum ekki séð það undanfarin misseri,“ sagði Gréta. Litlir aðilar eins og Prís brjóti upp staðnaðan markað með lágum kostnaði, einföldu vöruúrvali og skilvirkari rekstri. Þess vegna séu þeir mikilvægir. Hægt sé að gera betur víða í kerfinu og það þurfi að vera gagnsærra en neytendur þurfi líka að veita raunverulegt aðhald. „Ef við ætlum að geta bætt kjör almennings á Íslandi, ekki bara varðandi matvöruverð heldur varðandi aðra hluti, þá þurfum við að standa okkur betur sem neytendur. Og þetta eiga allir að taka til sín,“ sagði hún. „Það græða allir á samkeppni en við viljum bara að hún sé alvöru,“ sagði hún að lokum.
Verslun Matvöruverslun Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira