Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2025 12:31 Hreiðar Þór í salnum. Aðsend Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins. „Með nýrri kvikmyndatækni fá gestir að svífa yfir gjósandi eldfjöll og kafa niður í miðju jarðar til að sjá kraftinn sem þar býr og hefur sett svip sinn á landið okkar,“ segir Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Hann segir sýninguna ólíka öllu öðru sem er í boði á Íslandi. Sýningin sé sýnd með háþróaðri margvíddarbíótækni sem eigi sér engan samanburð á heimsvísu. „Við leggjum í sýningunni áherslu á Reykjavík, höfuðborgarsvæðið, og förum svo á Reykjanes og upp í Bláfjöll. Við erum með myndir þar sem fólk er nánast horfir ofan í gíginn. Við misstum þrjá dróna í gosið í tökunum. Við fórum nær en við hefðum átt að fara,“ segir Hreiðar. Í kjallara Hörpu Sýningin er rekin í rými í kjallara Hörpu, K2, en vegna mikillar lofthæðar sem þarf fyrir sýninguna nær salurinn upp í K1. Tugir hátalara eru í rýminu og stærsti LED-skjár landsins. Sýningin opnar formlega næsta laugardag. Sýningin er í kjallara Hörpu.Vísir/Einar Sýningin hentar bæði fullorðnum og börnum en Hreiðar segir hana líklega ekki henta börnum yngri en fjögurra ára vegna þess að á meðan sýningunni stendur er verið að segja sögu sem yngri börn kannski skilji ekki. Jóhannes Haukur leikari les söguna sem er lesin á meðan sýningunni stendur. Sýningin er níu mínútur og verður sýnd á korters fresti í kjallaranum í Hörpu. „Þetta snýst um að söguna og krakkarnir þurfa að njóta sín líka og skilja hvað er í gangi. Það er engum greiði gerður með að vera með yngri börn inni,“ segir Hreiðar. Hann segir sem dæmi ekki möguleika á að fara út í miðri sýningu. Auðvitað sé hægt að stöðva hana en vegna hristings og annars þurfi að stöðva sýninguna ætli fólk að fara eða eitthvað gerist. Starfsmenn fylgist vel með. Á íslensku og ensku „Við erum búin að prófa sýninguna á alls konar fólki. Það komu ung börn í gær og eldri borgarar og það komu allir lifandi út. En við tilkynnum auðvitað alltaf að það sé hristingur og ef þú ert með bakverki eða einhverja króníska verki þá hentar þessi sýning líklega ekki.“ Drónunum var flogið ansi nærri eldgosi til að ná góðum myndum.Aðsend Fyrir fullorðna kostar 2.990 krónur á sýninguna og 2.690 fyrir börn. Titill sýningarinnar er á ensku og segir Hreiðar það hafa verið skoðað að hafa titilinn á íslensku en ekkert fundist sem hentaði. „Þetta er tillaga sem kom frá Brandenburg og sú sem varð fyrir valinu. Við ætluðum að reyna að íslenska en það tókst eiginlega ekki nema fólk héldi að þetta væri lestarferð.“ Hægt er þó að sjá sýninguna á bæði íslensku og ensku og er tekið mið af hverjum hóp fyrir sig. Hreiðar gerir þó ráð fyrir því að á virkum dögum verði sýningin oftar á ensku og um helgar oftar á íslensku. Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Harpa Tækni Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira
„Með nýrri kvikmyndatækni fá gestir að svífa yfir gjósandi eldfjöll og kafa niður í miðju jarðar til að sjá kraftinn sem þar býr og hefur sett svip sinn á landið okkar,“ segir Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinnar. Hann segir sýninguna ólíka öllu öðru sem er í boði á Íslandi. Sýningin sé sýnd með háþróaðri margvíddarbíótækni sem eigi sér engan samanburð á heimsvísu. „Við leggjum í sýningunni áherslu á Reykjavík, höfuðborgarsvæðið, og förum svo á Reykjanes og upp í Bláfjöll. Við erum með myndir þar sem fólk er nánast horfir ofan í gíginn. Við misstum þrjá dróna í gosið í tökunum. Við fórum nær en við hefðum átt að fara,“ segir Hreiðar. Í kjallara Hörpu Sýningin er rekin í rými í kjallara Hörpu, K2, en vegna mikillar lofthæðar sem þarf fyrir sýninguna nær salurinn upp í K1. Tugir hátalara eru í rýminu og stærsti LED-skjár landsins. Sýningin opnar formlega næsta laugardag. Sýningin er í kjallara Hörpu.Vísir/Einar Sýningin hentar bæði fullorðnum og börnum en Hreiðar segir hana líklega ekki henta börnum yngri en fjögurra ára vegna þess að á meðan sýningunni stendur er verið að segja sögu sem yngri börn kannski skilji ekki. Jóhannes Haukur leikari les söguna sem er lesin á meðan sýningunni stendur. Sýningin er níu mínútur og verður sýnd á korters fresti í kjallaranum í Hörpu. „Þetta snýst um að söguna og krakkarnir þurfa að njóta sín líka og skilja hvað er í gangi. Það er engum greiði gerður með að vera með yngri börn inni,“ segir Hreiðar. Hann segir sem dæmi ekki möguleika á að fara út í miðri sýningu. Auðvitað sé hægt að stöðva hana en vegna hristings og annars þurfi að stöðva sýninguna ætli fólk að fara eða eitthvað gerist. Starfsmenn fylgist vel með. Á íslensku og ensku „Við erum búin að prófa sýninguna á alls konar fólki. Það komu ung börn í gær og eldri borgarar og það komu allir lifandi út. En við tilkynnum auðvitað alltaf að það sé hristingur og ef þú ert með bakverki eða einhverja króníska verki þá hentar þessi sýning líklega ekki.“ Drónunum var flogið ansi nærri eldgosi til að ná góðum myndum.Aðsend Fyrir fullorðna kostar 2.990 krónur á sýninguna og 2.690 fyrir börn. Titill sýningarinnar er á ensku og segir Hreiðar það hafa verið skoðað að hafa titilinn á íslensku en ekkert fundist sem hentaði. „Þetta er tillaga sem kom frá Brandenburg og sú sem varð fyrir valinu. Við ætluðum að reyna að íslenska en það tókst eiginlega ekki nema fólk héldi að þetta væri lestarferð.“ Hægt er þó að sjá sýninguna á bæði íslensku og ensku og er tekið mið af hverjum hóp fyrir sig. Hreiðar gerir þó ráð fyrir því að á virkum dögum verði sýningin oftar á ensku og um helgar oftar á íslensku.
Ferðaþjónusta Eldgos og jarðhræringar Harpa Tækni Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fleiri fréttir Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Sjá meira