Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2025 13:02 Ægir Þór Steinarsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Ægir Þór Steinarsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta segir mikilvægt fyrir liðið að einbeita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ungverjalandi í undankeppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ísland getur tryggt sér farmiða á EM. Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Sigur í kvöld gegn Ungverjalandi úti í Szombathely í næstsíðustu umferð undankeppninnar tryggir íslenska liðinu farseðilinn á EM í sumar. Þá dugar íslenska liðinu einnig tap með fjögurra stiga mun eða minna til að tryggja EM sætið þar sem að liðið vann fimm stiga sigur á Ungverjum hér heima. Fari illa í kvöld og liðið tapi með fjórum stigum eða meira er þó ekki öll nótt úti enn. Sigur gegn Tyrklandi hér heima á sunnudag myndi tryggja EM farseðilinn og jafnvel tap fari svo að Ungverjar tapi gegn Ítölum í lokaleik sínum. Ægir Þór, einn af reynsluboltunum í íslenska landsliðinu, segir þetta skrítna stöðu að vera í. „Já þetta er alltaf skrítin staða að vera í,“ segir Ægir í samtali við Vísi. „Reyna að blokkera einhverja hluti sem gætu mögulega og hugsanlega gerst. En það sem að ég tel gott fyrir okkur er að við höfum reynslu af því að vera í svona aðstæðum. Höfum spilað marga leiki þar sem er einhver munur og maður þarf að vinna og eitthvað svoleiðis. Það er það sem við erum að einbeita okkur mikið að í okkar leik. Að stjórna því sem að við getum stjórnað. Mæta í þennan leik til þess að vinna. Það er gríðarleg tilhlökkun fyrir þessu verkefni. Loksins komið að þessu. Við erum búnir að undirbúa okkur vel í flottum aðstæðum í aðdraganda þessa verkefnis, fyrst í Berlín og svo hér í Ungverjalandi og erum því tilbúnir að mæta á gólfið og byrja að spila.“ Ísland hafði betur gegn Ungverjum fyrr í undankeppninni en um er að ræða andstæðing sem ber að varast. „Þeir eru með mikil gæði, hafa yfir að skipa hæfileikaríkum leikmönnum og þeirra bestu menn eru öflugir í sókninni, menn sem við verðum að hafa góðar gætur á. En eins og í öllum liðum sem við erum að mæta þá þurfum við að spila gríðarlega góða vörn og vera með háa pressu á þeim í þessar fjörutíu mínútur til þess að vinna.“ Góðu fréttirnar fyrir íslenska landsliðið eru þá þær að landsliðsfyrirliðinn Martin Hermannsson er mættur aftur eftir að hafa misst af undanförnum landsleikjum vegna meiðsla. Koma hans gerir mikið fyrir íslenska landsliðið. „Heldur betur. Þá erum við með hópinn kláran. Við höfum spilað án hans og með honum. Það er sama með hann og áður. Hann er snöggur að koma sér inn í hlutina, er mikill leiðtogi. Það er bara gríðarlega góð viðbót að fá hann aftur inn í liðið.“ Leikur Ungverjalands og Íslands í undankeppni EM í körfubolta hefst klukkan fimm á íslenskum tíma. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira