Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:59 Axel Sigurðsson hefur ekki setið auðum höndum í dag en hann var í óða önn við að undirbúa opnun Bláhornsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. Axel og fjölskylda hans tóku við lyklunum af fyrri eigendum verslunarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. „Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár. Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira
„Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár.
Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Sjá meira