Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 11:42 Frá afhendingarathöfn styrkjanna. HAGAR Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo. Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að sjóðurinn leggi sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Þetta sé í fjórða sinn sem veittir eru styrkir úr Uppsprettunni, en alls hafi 41 verkefni hlotið styrk úr sjóðnum frá stofnun hans árið 2021. Auk fjárhagslegs stuðnings fái styrkhafar ráðgjöf og aðstoð við að koma afurðum sínum í matvöruverslanir. Alls hafi tugir umsókna um styrk borist í sjóðinn og matsnefnd hafi valið níu verkefni til styrkveitingar. Afhending á styrkjum hafi farið fram á sérstökum viðburði í höfuðstöðvum Banana, dótturfélags Haga. Styrkhafar Uppsprettunnar 2025 eru: Tropic – Framleiðsla og markaðssetning á gómsætum eftirréttum úr plöntufæði. Kristín Amy, sem fer fyrir verkefninu, er nú þegar með ýmsar heilsuvörur til sölu í verslunum Hagkaups undir vörumerkinu Tropic. Sea Growth – Undirbúningur á framleiðslu hágæða sjávarfangs beint úr fiskfrumum með sjálfbærum aðferðum. Aðferðin byggir á því að einangra stofnfrumur úr hrogni og rækta þær upp í vöðva- og fitufrumur. Að verkefninu standa Birgitta Ásgrímsdóttir og Alexander Schepsky. PUFF – Framleiðsla og markaðssetning á loftpoppuðu poppkorni með fjölbreyttum og frumlegum bragðtegundum. Stofnendur PUFF eru þeir Arnar Valgeirsson, Árni Hreiðarsson og Eiður Kristjánsson. Ísponica – Lóðrétt grænmetisræktun (e. vertical farm) á Hofsósi þar sem ræktaðar verða sprettur, radísur, baunaspírur og sveppir. Frumkvöðullinn á bak við verkefnið er Amber Monroe. Feed the Viking – Framleiðsla og markaðssetning á girnilegum íslenskum grýtum úr frostþurrkuðu hráefni. Feed the Viking, sem stofnað var af Friðriki Guðjónssyni, er þegar í dag að bjóða upp á fjölbreytt úrval af frostþurrkuðum vörum í verslunum Hagkaups. Villt að vestan – Frekari vöruþróun á úrvals sósu- og súpublöndum úr íslenskum villisveppum. Verkefnið er í höndum Sæbjargar Freyju Gísladóttur og Eyvindar Atla Gíslasonar frá Flateyri. Þau hafa áður hlotið styrk úr Uppsprettunni og fóru inn með vörur sínar í Hagkaup skömmu fyrir síðustu jól. Brúnastaðir – Fjölskyldan á Brúnastöðum í Skagafirði fær styrk til framleiðslu og þroskunar á hágæða geitaosti. Hluti af þroskunarferlinu felst í að láta ostinn liggja í bjórbaði. HD Grill – Framleiðsla og markaðssetning á tólgi og soði úr vannýttum dýraafurðum. Félagarnir Halldór Sverrisson og Davíð Clausen standa að verkefninu. Re Argentina – Framleiðsla og markaðssetning á ljúffengum eftirréttum að argentínskum sið. Stofnandi verkefnisins er Carla Ines Valvo.
Hagar Matvælaframleiðsla Nýsköpun Mest lesið Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Sjá meira