Þröstur tekur við Bændablaðinu Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2025 12:12 Þröstur Helgason. Þröstur Helgason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Bændablaðsins og mun taka við ritstjórn miðilsins á næstu vikum. Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“ Fjölmiðlar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Í tilkynningu frá Bændasamtökunum, sem rekur Bændablaðið, kemur fram að Þröstur eigi að baki langan feril í blaðamennsku, ritstjórn og stjórnun fjölmiðla. Hann hafi verið dagskrárstjóri Rásar 1 í níu ár, þar til árið 2023. Þar áður hafi hann starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og meðal annars sem ritstjóri Lesbókar. „Hann hefur komið að útgáfustarfsemi með ýmsum hætti og síðustu tvö ár rekið bókaforlagið KIND útgáfu. Þröstur er með doktorspróf í almennri bókmenntafræði og hefur sinnt kennslu við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, auk þess sem hann er höfundur þriggja bóka,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að Bændablaðið sé mest lesni prentmiðill landsins og sé með yfir fjörutíu prósenta meðallestur á landsbyggðinni. Miðillinn hafi mikilvægu hlutverki að gegna gagnvart umræðu og menningu í dreifðari byggðum. Í tilkynningunni er haft eftir Þresti að hann sé spenntur fyrir því að taka við Bændablaðinu. „Bændablaðið er traust og gott blað með mikinn lestur. Ég hlakka til að halda áfram því frábæra starfi sem þarna hefur verið unnið undanfarin ár. Mér finnst vinsældir blaðsins segja mikið um þann góða hug sem landsmenn bera til bænda og málefna landsbyggðarinnar. Mér þykir afar vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu og hlakka til að taka við þessu frábæra blaði.“ Einnig er haft eftir Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að þar á bæ sé tilhlökkun yfir því að starfa með Þresti. „Við kveðjum Guðrúnu Huldu Pálsdóttur, fráfarandi ritstjóra, með söknuði. Hún hefur unnið afar öflugt starf í þágu fjölmiðilsins og leitt á þann málsmetandi stað sem Bændablaðið er í dag, sem mest lesni prentmiðill landsins. Ásýnd og hróður Bændablaðsins hefur aldrei verið meiri enda hafa efnistök og gæði blaðsins orðið enn betri á síðustu árum. Ég óska henni velfarnaðar í sínum framtíðarverkefnum. Það er því afar mikill fengur fyrir Bændasamtökin að fá jafn reynslumikinn mann eins og Þröst til starfa. Við bjóðum hann velkominn til starfa og erum sannfærð um að Þröstur muni gera gott blað enn betra. Þekking hans og reynsla í störfum sínum á fjölmiðlum mun nýtast í að efla umræðuna um landbúnaðinn og landsbyggðina.“
Fjölmiðlar Landbúnaður Vistaskipti Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira