Björn Brynjúlfur selur Moodup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 10:40 Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og stofnandi Moodup. Vísir/Vilhelm Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. „Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni. Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni.
Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira