Björn Brynjúlfur selur Moodup Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2025 10:40 Björn Brynjúlfur Björnsson er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og stofnandi Moodup. Vísir/Vilhelm Skyggnir, eignarhaldsfélag í upplýsingatækni, hefur keypt allt hlutafé íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Moodup af Birni Brynjólfi Björnssyni, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Moodup þróar lausnir á sviði starfsánægjumælinga. „Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni. Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
„Með fjárfestingunni fær Moodup aukinn slagkraft til vaxtar á sama tíma og Moodup og Origo munu efla samstarf sitt og bjóða upp á öflugar og heildstæðar mannauðslausnir,“ segir í tilkynningu. Kaupverðið er sagt trúnaðarmál. Skyggnir eignarhaldsfélag er hreyfiafl í upplýsingatækni og hefur þann tilgang að koma auga á tækifæri til framfara, efla nýsköpun og stuðla að vexti. Eignasafn Skyggnis samanstendur af 14 fyrirtækjum í upplýsingatækni, m.a. Origo, Ofar, Syndis, Helix Health, Aftra og DataLab. „Moodup hjálpar vinnustöðum að auka starfsánægju með mismunandi tegundum mannauðsmælinga, púlsmælingum, sérsniðnum könnunum og stjórnendamötum. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á skömmum tíma og í dag nota margir af stærstu vinnustöðum landsins Moodup til að fylgjast með og auka ánægju starfsfólks,“ segir í tilkynningu. Opni ný tækifæri „Moodup býr yfir áhugaverðum vaxtartækifærum sem við erum spennt að styðja við í formi þekkingar á uppbyggingu hugbúnaðarfyrirtækja og mannauðslausna. Mannauðsmál eru mikilvægustu viðfangsefni stjórnenda og með nánara samstarfi Origo og Moodup getum við hjálpað viðskiptavinum okkar að ná forskoti með betri verkfærum og ánægðara starfsfólki,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo, í tilkynningu. Kaupin opni fyrir ný tækifæri til að auka samþættingu Moodup við lausnir Origo í mannauðstækni. „Origo þróar meðal annars Kjarna mannauðs- og launakerfi, sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um öll mannauðsmálin sín á einum stað og Rúnu launavakt, sem eykur gagnsæi og samræmi í launamálum. Með þéttara samstarfi munu Moodup og Origo geta boðið viðskiptavinum heildstæðari og öflugri lausnir sem ná til allra þátta mannauðsstjórnunar, allt frá ráðningum og frammistöðustjórnun til launa- og upplýsingakerfa.“ Samstarf framsækinna tæknifyrirtækja „Við erum gríðarlega spennt að hefja nýja vegferð samhliða Origo og Kjarna. Við munum nýta aukinn slagkraft til að bæta enn frekar upplifun stjórnenda og starfsfólks ásamt því halda áfram þróun á nýrri virkni og sókn á nýja markaði. Þar er margt spennandi í vændum sem ég hlakka til að deila með okkar vinnustöðum,“ segir Davíð Tómas Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup, í tilkynningunni. Efri röð (frá vinstri til hægri): Björgólfur G. Guðbjörnsson, forstöðumaður Origo Products, Halla Árnadóttir, vöru og teymisstjóri Mannauðs- og launalausna Origo, Stefán Jökull Stefánsson, stjórnarmaður Moodup og Herdís Helga Arnalds, stjórnarmaður Moodup Neðri röð (frá vinstri til hægri): Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og stjórnarformaður Moodup Davíð Tómasson, framkvæmdastjóri Moodup og Ari Daníelsson forstjóri Origo. Með þessum kaupum verði Moodup hluti af öflugu vistkerfi Skyggnis, sem sameini framsækin tæknifyrirtæki til að efla íslenskt atvinnulíf. „Það mun styrkja Moodup að starfa með jafn framsæknu og reynslumiklu fólki og Skyggnir og Origo hafa á að skipa. Við höfum átt farsælt samstarf við Origo frá stofnun Moodup, hvort sem það snýr að viðskiptum, samþættingu á milli Moodup og Kjarna, sölu- eða fræðslusamstarfi. Þetta verður frábært nýtt heimili og náttúrulegt næsta skref í vaxtarsögu félagsins,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, stjórnarformaður og stofnandi Moodup, í tilkynningunni.
Kaup og sala fyrirtækja Mannauðsmál Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur