Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 10:32 Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun