„Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:02 Aron Pálmarsson skoraði átta mörk úr aðeins tíu skotum í sigrinum á Egyptum á HM i gær. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hefur átt magnað heimsmeistaramót og sýndi enn á ný mikilvægi sitt í frábærum sigri á sterku liði Egypta í gærkvöldi. Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Einar Jónsson og Bjarni Fritzson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í hlaðvarpsþáttinn Besta sætið og gerðu upp frækinn 27-24 sigur Íslands á Egyptum á HM í handbolta. Liðið hefur nú unnið fyrstu fjóra leikina á mótinu. „Ef það er einhver í íslenska landsliðinu að hlusta á þennan þátt, látiði Aron hlusta á hann,“ sagði Stefán Árni Pálsson en landsliðsfyrirliðinn fékk mikið hrós hjá þeim félögum. „Þið munið pottþétt nota það sem fyrirsögn sem Einar sagði áðan: Aron Pálmars, Messi handboltans,“ sagði Bjarni Fritzson. Einar var í ham enda afar ánægður með framlag Arons í þessu móti til þessa. „Ég er svo mikill handboltamaður en ég gæti alveg snúið þessu við og sagt: Messi er Aron fótboltans. Til að höfða til fjöldans,“ sagði Einar Jónsson léttur. Ég elska gaurinn „Ég fer ekkert leynt með það. Ég elska gaurinn. Að horfa á manninn spila handbolta. Þetta er bara list,“ sagði Einar. „Ólafur Stefánsson. Það er bara list,“ sagði Einar en Stefán Árni greip það á lofti og spurði Einar hreint út hver væri besti íslenski handboltamaður allra tíma. „Það er Ólafur Stefánsson. Ólafur Stefánsson er besti handboltamaður sem spilað hefur og að mínu mati er Ólafur einn af þremur bestu handboltamönnum í heiminum nokkurn tímann,“ sagði Einar. „Aron Pálmarsson er getulega þarna. Það sem við horfum alltaf í er árangur landsliðsins og hans ferill með landsliðinu,“ sagði Einar og vildi líkja Aroni við Eið Smára Guðjohnsen þegar kemur að árangri með landsliðinu. „Náðu báðir geðveikum árangri með félagsliðum og allt það. Óli náði þessu öllu. Aron er betri handboltamaður en Óli Stef. Þegar þú horfir á hann inn á handboltavelli. Hann er geðveikur,“ sagði Einar. Það er eitthvað að fara að gerast „Mér finnst Aron núna og á síðasta móti líka, þó að síðasta móti hafi ekki verið eitthvað stórkostlegt, þá sá ég eitthvað í Aroni sem var bara: Það er eitthvað að fara að gerast þarna,“ sagði Einar. „Ef hann heldur áfram sem horfir þá vonandi fáum við að fara að fá eitthvað meira frá landsliðinu,“ skaut Bjarni inn í. „Þetta kom seint hjá Óla. Hann var við það að floppa,“ sagði Einar í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Aron og landsliðið hér fyrir neðan en þar er af nægu að taka enda menn í miklu stuði eftir frábæran sigur.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita