Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2025 08:45 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka og Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS. Aðsend Íslandsbanki og VÍS skrifuðu í dag undir samstarfssamning. Rauði þráðurinn í samstarfinu er að viðskiptavinir, sem eru í viðskiptum við bæði félög, njóta sérstaks ávinnings í vildarkerfum beggja félaga og eiga að njóta betri kjara og fríðinda. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu. Þar segir einnig að samhliða þessum samstarfssamningi komi VÍS til með að bjóða upp á þjónustu í nokkrum af útibúum Íslandsbanka og vera með sýnileika í öllum dreifileiðum bankans, vef, appi og netbanka. „Við erum mjög spennt að bjóða tryggingar sem hluta af vöruframboði Íslandsbanka og auka þjónustuna við okkar viðskiptavini. Við sjáum fjölmörg tækifæri í því að vinna með VÍS og nýta meðal annars fríðindakerfið okkar, Fríðu, sem er eitt öflugasta sinnar tegundar á landinu. Vegferðin með VÍS er einnig hluti af sókn bankans á nýju ári og hluti af nýrri stefnu hans. Þar er horft til frekari krosssölu og enn betri þjónustu. Við hlökkum því mjög til að sækja fram í samstarfi við VÍS,” segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, í tilkynningunni. VÍS er í dag með þjónustuskrifstofur á sjö stöðum en Íslandsbanki er með tólf útibú. Með samstarfinu er þjónusta við viðskiptavini beggja félaga þannig aukin. Samstarfið og útfærslur þess verður kynnt nánar á vormánuðum samkvæmt tilkynningunni. Bæði Íslandsbanki og VÍS eiga djúpar rætur í íslensku samfélagi þar sem í báðum félögum er lögð mikil áhersla á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Við erum ákaflega stolt af því að kynna þetta samstarf við Íslandsbanka. Með því stígum við stórt skref í að bæta upplifun viðskiptavina okkar en með því að sameina krafta okkar gerum við viðskiptavinum kleift að fá bæði fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað. Við hlökkum til að kynna útfærslur samstarfsins betur á næstu mánuðum og erum fullviss um að viðskiptavinir muni upplifa aukinn ávinning enda leggja bæði félög áherslu á framúrskarandi þjónustu,” segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu. Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tryggingar Fjármál heimilisins Íslandsbanki Skagi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þar segir einnig að samhliða þessum samstarfssamningi komi VÍS til með að bjóða upp á þjónustu í nokkrum af útibúum Íslandsbanka og vera með sýnileika í öllum dreifileiðum bankans, vef, appi og netbanka. „Við erum mjög spennt að bjóða tryggingar sem hluta af vöruframboði Íslandsbanka og auka þjónustuna við okkar viðskiptavini. Við sjáum fjölmörg tækifæri í því að vinna með VÍS og nýta meðal annars fríðindakerfið okkar, Fríðu, sem er eitt öflugasta sinnar tegundar á landinu. Vegferðin með VÍS er einnig hluti af sókn bankans á nýju ári og hluti af nýrri stefnu hans. Þar er horft til frekari krosssölu og enn betri þjónustu. Við hlökkum því mjög til að sækja fram í samstarfi við VÍS,” segir Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, í tilkynningunni. VÍS er í dag með þjónustuskrifstofur á sjö stöðum en Íslandsbanki er með tólf útibú. Með samstarfinu er þjónusta við viðskiptavini beggja félaga þannig aukin. Samstarfið og útfærslur þess verður kynnt nánar á vormánuðum samkvæmt tilkynningunni. Bæði Íslandsbanki og VÍS eiga djúpar rætur í íslensku samfélagi þar sem í báðum félögum er lögð mikil áhersla á þjónustu og upplifun viðskiptavina. „Við erum ákaflega stolt af því að kynna þetta samstarf við Íslandsbanka. Með því stígum við stórt skref í að bæta upplifun viðskiptavina okkar en með því að sameina krafta okkar gerum við viðskiptavinum kleift að fá bæði fjármála- og tryggingaþjónustu á einum stað. Við hlökkum til að kynna útfærslur samstarfsins betur á næstu mánuðum og erum fullviss um að viðskiptavinir muni upplifa aukinn ávinning enda leggja bæði félög áherslu á framúrskarandi þjónustu,” segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS, í tilkynningu.
Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Tryggingar Fjármál heimilisins Íslandsbanki Skagi Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira