Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2025 09:01 Eins og sjá má voru mörg laus sæti í Unity Arena í Bærum. epa/Beate Oma Dahle Afar tómlegt var um að lítast í stúkunni í Unity Arena í Bærum í Noregi þegar Svíar unnu Japani, 39-21, í fyrsta leik sínum á HM í handbolta. Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Samkvæmt opinberri skráningu voru 1.685 manns á leik Svíþjóðar og Japans í gær. Unity Arena tekur tólf þúsund manns. Jonathan Carlsbogård, leikmaður sænska liðsins, finnst 1.685 manns þó ansi vel í lagt. Raunar hafi verið miklu færri í stúkunni. „Það voru ekki margir á leiknum. Það er ekki mögulegt að það hafi verið 1.685 manns hérna. Mér leið eins og það væru svona fimm hundruð manns, eins og í Lillekärrshallen heima í Kärra. Ég held að allir séu vonsviknir,“ sagði Carlsbogård sem skoraði tvö mörk í leiknum í gær. Fara þarf aftur til 2018 til að finna leik með Svíum á stórmóti þar sem voru jafn fáir áhorfendur. Fjórtán hundruð manns sáu leik Svíþjóðar og Hvíta-Rússlands á EM 2018. Covid-mótin 2021 og 2022 eru ekki tekin með inni í þessari jöfnu. Skipuleggjendur HM vonuðust til að með því að hafa leikina í Bærum myndu Svíar flykkjast yfir landamærin. Það hefur ekki enn gerst. „Þetta var fullkomið svar til gauranna í jakkafötunum að þú getur ekki bara sett mót einhvers staðar og haldið að margir Svíar eða Japanir ferðist þangað eins og þetta sé HM í fótbolta. Handboltinn þarf að vera klókur hvar mótin eru haldin. Því annars lítur þetta svona út,“ sagði Michael Apelgren, þjálfari sænska liðsins. Næsti leikur Svía í F-riðli er gegn Síle á morgun. Þeir ljúka svo leik í riðlakeppninni gegn Spánverjum á mánudaginn.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Í beinni: KR - Fram | Síðast voru Framarar niðurlægðir Íslenski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira