Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Lovísa Arnardóttir skrifar 30. desember 2024 11:30 Aðalgeir svarar formanni Framsýnar. Vísir/Ívar Fannar Aðalgeir Ásvaldsson framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingarmarkaði, SVEIT, segir stærstu ógnina við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi verkalýðshreyfinguna og kjarasamningana sem gerðir voru fyrir hönd stéttarinnar. „Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni. Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir Aðalgeir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einnig: Aðför að réttindum verkafólks Tilefni tilkynningarinnar er grein sem formaður Framsýnar skrifaði á vef Vísis í gær. Þar gagnrýndi hann stéttarfélagið Virðingu og SVEIT fyrir að koma að stofnun þess. Hann sagði eina tilgang félagsins að brjóta niður lágmarksréttindi verkafólks á íslenskum vinnumarkaði. „SVEIT er fulltrúi hins illa hér á landi að hans mati, enda varar hann við því að „græðgispésarnir“ fái ekki að „komast upp með ofbeldi gagnvart þeim tekjulægstu á vinnumarkaði með gervi kjarasamningi.“ Hér birtist þekkt stef frá verkalýðshreyfingunni sem virðist ákveðin í að láta enn á ný reyna á hin gömlu sannindi, að ef lygin er endurtekin nógu oft, þá muni fólk á endanum trúa henni,“ segir Aðalgeir í tilkynningu SVEIT. Hann segir mörg fyrirtæki í veitingarekstri berjast í bökkum vegna kjarasamninga sem taki ekki mið af raunveruleika og miði helst að því „að hækka laun ungmenna í hlutastarfi á kostnað fastráðinna starfsmanna.“ Hann segir fáa reka veitingastað á Íslandi til að verða ríkir og að velta íslenskra veitingastaða hafi dregist saman á meðan launahlutfall hafi aukist og kostnaðarhækkanir séu meiri. „Má kannski líka segja það upphátt að stærsta ógnin nú við starfsöryggi starfsmanna veitingastaða á Íslandi sé einmitt sú sama verkalýðshreyfing sem samdi greinina inn í þá hörmulegu stöðu sem nú ríkir. Fátt er alvarlegra en þessi aðför þeirra að þúsundum starfa í grein sem er afar viðkvæm, svo viðkvæm í raun að flestir veitingastaðir þurfa að loka í nokkra mánuði á ári. En svona staðreyndir henta kannski ekki á leslistum forsvarsmanna Framsýnar? Sannleikurinn getur nefnilega verið skrambi óþægilegur stundum,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Veitingastaðir Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01 Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Lögmaður segir aðgerðir Eflingar gegn Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði vera fordæmalausar. Kjör starfsmanna í dagvinnu séu ósanngjörn en enginn vilji hlusta á samtökin. 20. desember 2024 21:01
Svar við hótunum Eflingar Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði -SVEIT- voru stofnuð í júní árið 2021. Aðdragandi stofnunar samtakanna var þó mun lengri. 20. desember 2024 12:32