Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2024 14:23 Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. „Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur. Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur.
Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira