Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2024 14:23 Forstjóri sameinaðs félags verður Brian Deck, sem nú er forstjóri JBT, og Árni Sigurðsson, forstjóri Marels, verður framkvæmdastjóri sameinaðs félags. Forstjóri Marels fagnar því að yfirgnæfandi meirihluti hluthafa Marels hafi samþykkt yfirtökutilboð John Bean Technologies Corporation (JBT) í Marel. JBT Marel muni búa yfir miklum sóknarfærum. „Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur. Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
„Dagurinn í dag markar spennandi tímamót í sameiningarvegferð þessara tveggja frábæru fyrirtækja, Marel og JBT. Stuðningur hluthafa Marel, sem endurspeglast í yfir 90% samþykkishlutfalli, undirstrikar sterka sannfæringu fyrir því hversu vel félögin passa saman og þeim miklu sóknarfærum sem JBT Marel mun búa yfir,“ segir Árni Sigurðsson forstjóri Marels í tilkynningu. „Ég vil færa hluthöfum okkar einlægar þakkir fyrir mikinn stuðning í gegnum árin og ég er þess fullviss að sameinað félag mun halda áfram að byggja á arfleifð Marel eins og við höfum gert síðustu 40 ár. Ég er jafnframt mjög spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér fyrir starfsfólk okkar, viðskiptavini og hluthafa. Við munum byggja á því besta sem bæði fyrirtækin hafa fram að færa og ná árangri sem hvorugt félag hefði náð hvort í sínu lagi. Saman munum við skapa betri, sterkari og sjálfbærari alþjóðlega virðiskeðju matvæla,“ segir Árni. Sameinað félag á að heita JBT Marel Corporation. Það verður skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum og á Íslandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins verða í Chicago en evrópskar höfuðstöðvar og tækniþróunarsetur starfræktar í Garðabæ á Íslandi. Gert er ráð fyrir að endanlegt uppgjör tilboðsins muni fara fram þann 2. janúar 2025. Þeir hluthafar Marel sem hafa með löglegum hætti samþykkt tilboðið munu fá sem endurgjald fyrir hvern hlut í Marel annað hvort reiðufé, hluti í JBT eða blöndu af reiðufé og hluti í JBT, og er endurgjaldið háð hlutföllun í samræmi við skilmála tilboðsins. „JBT stefnir að innlausn eftirstandandi hlutafjár í Marel sem ekki var selt í yfirtökutilboðsferlinu og mun óska eftir afskráningu á hlutabréfum Marel hjá Nasdaq Iceland og Euronext Amsterdam eins fljótt og auðið er í samræmi við reglur sem um það gilda. Þar sem eignarhlutur JBT á hlutafé í Marel verður yfir 90% þegar uppgjöri lýkur, mun JBT óska eftir innlausn eftirstandandi hlutafjár,“ segir í tilkynningu. Það eigi að gerast innan þriggja mánaða frá uppgjöri tilboðsins í samræmi við lög um yfirtökur.
Marel Kauphöllin Bandaríkin Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira