Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2024 06:27 Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Vísir/Vilhelm Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira