Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2024 06:27 Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Vísir/Vilhelm Veltan á fasteignamarkaði hefur verið töluverð ef miðað er við árstíma, þrátt fyrir að hafa dregist nokkuð saman frá því í vor. Mest hefur dregið úr veltu í nágrenni höfuðborgarsvæðisins eftir því sem Grindavíkuráhrif hafa fjarað út. Tómar íbúðir á landinu eru fleiri en 10 þúsund eða um 6,5 prósent allra fullbúinna íbúða. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni. Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar fyrir desember. Þar segir að framboð íbúða til sölu hafi aukist hratt á síðustu mánuðum, eftir því sem kaupsamningum hafi fækkað og nýjar íbúðir sem seljast hægt hafi komið inn á markaðinn. Rúmlega 2.500 íbúðir eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu og hafa þær ekki verið fleiri frá því mælingar hófust fyrir sex árum. Töluverð eftirspurn er hins vegar eftir ódýrum íbúðum, en þær eru lítill hluti markaðarins. Tómar íbúðir eru fleiri en 10.000 á landinu, eða um 6,5% allra fullbúinna íbúða, samkvæmt varfærnu mati HMS byggðu á lögheimilisskráningu frá Þjóðskrá. Um 2.500 þessara íbúða eru taldar vera í Reykjavík. Í Múlaþingi, Skagafirði, Ísafirði og Borgarbyggð eru 15-20% íbúða taldar vera tómar, og er áætlað hlutfall tómra íbúða á Akureyri nálægt 10%,“ segir í skýrslunni. Enn dregur úr eftirspurn á leigumarkaði Greining HMS sýnir að á leigumarkaði hafi miðgildi leiguverðs hækkað um 13 prósent umfram annað verðlag milli nóvembermánaða 2024 og 2023. „Verð lítilla leiguíbúða spannar stærra bil en áður sem er í samræmi við breikkandi bil á milli markaðsleigu og íbúða sem eru ekki reknar á hagnaðarforsendum. Samkvæmt tölum frá vefnum Myigloo.is dregur úr eftirspurn á leigumarkaði, þar sem virkum leitendum á hvern samning fækkar. Virkir leitendur á síðunni voru þó 7% fleiri í nóvember miðað nóvember 2023. Útistandandi íbúðalán heimilanna farið vaxandi að raunvirði Á lánamarkaði voru útistandandi íbúðalán heimilanna 7% meiri í lok október en á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir um 1,8% aukning heildarútlána eftir að tekið er tillit til verðbólgu. Yfir 3.400 nýjar íbúðir teknar í notkun á árinu Á byggingarmarkaði hafa yfir 3.400 nýbyggðar íbúðir verið teknar í notkun á þessu ári á landinu öllu. Þetta er nokkuð meira en HMS spáði í septembertalningu sinni, þar sem byggingaraðilar virðast hafa lagt aukna áherslu á að ljúka framkvæmdum sem voru hafnar í stað þess að hefja nýjar. Yfir 2.000 nýjar íbúðir hafa verið teknar í notkun á höfuðborgarsvæðinu, en þar af er tæpur helmingur þeirra í Reykjavík,“ segir í skýrslunni.
Fasteignamarkaður Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira