„Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2024 21:59 Kjartan Atli Kjartansson segir Álftnesinga þurfa að vinna í ýmsum hlutum til að snúa genginu við. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að stóru augnablikin hafi skilið á milli þegar hans menn máttu þola ellefu stiga tap gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. „Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Það komu stór augnablik þar sem þeir settu niður þriggja stiga skot og svo voru bara stór skot. Það er svona það sem situr í hausnum á mér núna,“ sagði Kjartan eftir tapið í kvöld. „Við bjuggum okkur til ágætis stöðu, en náðum ekki að klára. Ég myndi segja að eftir að við komumst aftur inn í leikinn þá sé það þetta sem skilur liðin að í lokin. Það voru stór augnablik þar sem þeir voru þolinmóðir þegar við vorum að keyra út í skytturnar og þeir láta menn fljúga fram hjá einu sinni og jafnvel tvisvar og svo koma þrista upp úr því. Það er kannski fyrsta skýringin sem ég get gefið þér.“ Hann segir einnig að mögulega hafi það kostað liðið of mikla orku að vera að elta Þórsara nánast allan leikinn. „Það getur alveg verið. Við náum ekki takti í leiknum fyrr en um miðbik annars leikhluta. Þá fannst mér við loksins fara að ná einhverjum varnarstoppum. Í byrjun þriðja náum við svo að hægja aðeins á þeim og komast yfir. Hvort það sé orkufrekt eða ekki þá ná þeir allavega að grípa taktinn aftur til sín og þetta snýst svo mikið um það.“ Þá var Kjartan einnig spurður út í atvik sem átti sér stað undir lok annars leikhluta þar sem David Okeke þurfti að taka sér smá pásu og fannst mörgum viðstöddum eins og leikmaðurinn ætti erfitt með andardrátt. Okeke er með bjargráð og hneig niður í leik með Haukum á síðasta tímabili og því höfðu margir áhyggjur af leikmanninum. Kjartan segir áhyggjurnar þó vera óþarfar. „Þetta var öxlin. Hún var eitthvað að kippast til segir hann. Valdimar sjúkraþjálfari meðhöndlaði það bara.“ Þó mátti sjá að liðsfélagar Okeke voru fljótir að grípa inn í og báðu dómarana um að stoppa leikinn áður en þeir báðu Okeke um að taka sér pásu. „Svo fór hann bara út af, fékk bót sinna meina og kom aftur inn á,“ sagði Kjartan, sem vildi gera sem minnst úr atvikinu. Gengi Álftnesingar hefur ekki verið gott upp á síðkastið og liðið hefur nú tapað þremur deildarleikjum í röð. Kjartan segir margt þurfa að gerast ef liðið ætlar að snúa genginu við fyrir jól. „Það er margt. Ég myndi segja að við þurfum að skerpa á varnarleiknum. Það eru ákveðnir þættir þar sem við þurfum að ná inn. Við þurfum líka að byrja leikina betur. Mér fannst orkustigið í leiknum í kvöld vera gott þegar við komumst aftur inn í leikinn. Við tökum 15 sóknarfráköst og erum að fara á hringinn og svona. Mér fannst ekki vanta upp á það í kvöld.“ „En það eru ýmsir taktískir hlutir og við erum bara ekki sáttir með stöðuna eins og hún er núna. Þá er ekkert annað en að fara bara inn í sal og laga hlutina. Það er það eina sem þú getur gert. Það er þannig að það er auðvelt að vera til þegar stemningin er mikil, en það þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind. Núna þurfum við bara að fara að vinna í lausnum því við erum ekki sáttir með að tapa þremur í röð,“ sagði Kjartan að lokum.
Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Álftanes Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn