Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2024 13:33 Ty-Shon Alexander setti niður átta þrista í tíu tilraunum gegn Tindastóli. getty/Roberto Finizio Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds telja að Keflvíkingar hafi dottið í lukkupottinn með því að semja við Ty-Shon Alexander. Hann átti stórleik gegn Tindastóli í gær. Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Keflvíkingar gáfu Stólunum engin grið og unnu 27 stiga sigur, 120-93. Alexander fór mikinn í leiknum og skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr tólf af sextán skotum sínum. „Maður sá bara gæðin. Hann er með ofboðslega mjúkt og fallegt skot og getur skotið vel fyrir utan. Hann var með átta af tíu í þristum. Hann var frábær í þessum leik. Svo sýndi hann okkur þetta líka; að fara framhjá mönnum og ráðast á körfuna,“ sagði Teitur Örlygsson um Alexander í Bónus Körfuboltakvöldi. Keflvíkingar sömdu við Alexander eftir að Wendell Green var látinn taka pokann sinn og hann hefur leikið tvo leiki fyrir liðið. Í þeim fyrri skoraði hann 26 stig og nú 33. Hermann Hauksson segir að Alexander eigi þó eflaust eftir að verða enn betri þegar hann kemst í betra form. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - Umræða um Ty-Shon Alexander „Þetta eru rosaleg gæði. Þegar hann er kominn í alvöru líkamlegt stand og með þol til að hlaupa af krafti allan tímann. Hann er illviðráðanlegur núna og maður sér þessi gæði sem hann býr yfir, bæði með að fara á körfuna, hvað hann er fljótur að búa sér til skot og að finna aðra,“ sagði Hermann. „Þetta er mikill fengur fyrir Keflavík. Þetta er þeirra Remy Martin í fyrra, þegar hann var uppi á sitt allra, allra besta. Þetta er ekta Keflavíkur-Kani. Hann getur sprengt upp leikina með mikilli þriggja stiga sýningu sem Keflvíkingar elska. Það verður mjög spennandi að sjá næstu leiki hjá þessum.“ Alexander lék með Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020-21. Liðið fór þá alla leið í úrslit og Alexander afrekaði það að skora stig þar, eitthvað sem enginn leikmaður sem hefur spilað á Íslandi hefur gert. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira