Konfektið í hæstu hæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 20:02 Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir konfektið verða dýrt um jólin. Vísir/Einar Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“
Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira