Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2024 08:31 Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar bankans. Vísir/Vilhelm Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum og er eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun gott. Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa gæti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið á næstu misserum. Þá eru einnig viðsjárverðir tímar á alþjóðavettvangi sem gætu haft ófyrirséð áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar kemur fram að enn sem komið er beri lítið á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. „Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum. Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Fjármálastöðugleikanefnd hefur einnig lokið reglubundnu endurmati kerfisáhættuauka og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Nefndin ákvað að lækka gildi kerfisáhættuaukans úr 3% í 2%. Þessi lækkun byggir á því mati nefndarinnar að kerfisáhætta hafi minnkað frá því að gildi aukans var fyrst ákveðið árið 2016. Ljóst er að viðnámsþróttur fjármálakerfisins hefur aukist á síðustu árum, sem birtist m.a. í minni breytileika helstu hagstærða þrátt fyrir að ýmis áföll hafi dunið yfir. Þá hafa ný þjóðhagsvarúðartæki sannað gildi sitt og umgjörð í kringum viðhald fjármálastöðugleika er nú heilsteyptari en áður,“ segir í yfirlýsingunni. Hækkar eiginfjárauka Fram kemur að nefndin hafi einnig ákveðið að hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr 2 prósent í 3 prósent. „Þessi hækkun miðar að því að fanga betur þá áhættu sem að hagkerfinu stafar vegna stærðar og umfangs kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hefur í för með sér að heildareiginfjárkrafa á kerfislega mikilvægu bankana þrjá verður nánast óbreytt. Hins vegar mun eiginfjárkrafan lækka á smærri innlánsstofnanir sem ekki teljast kerfislega mikilvægar. Fjármálastöðugleikanefnd samþykkti einnig stefnu um beitingu sveiflu¬jöfnunarauka sem nú hefur verið birt. Hún felur m.a. í sér að gildi aukans sé að jafnaði á bilinu 2-2,5% af innlendum áhættugrunni. Nefndin fylgir hér fordæmi ýmissa Evrópuríkja. Jafnframt var ákveðið að halda gildi aukans óbreyttu í 2,5% í ársfjórðungslegu endurmati þess. Nefndin áréttar mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki búi yfir sterkri eiginfjárstöðu til að tryggja viðnámsþrótt gagnvart áföllum. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Jákvæð skref í átt að innlendri óháðri greiðslulausn hafa verið stigin og nefndin væntir þess að innleiðing sjálfstæðrar lausnar hefjist á næsta ári. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“segir í yfirlýsingunni. Vefútsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar kemur fram að enn sem komið er beri lítið á vanskilum eða greiðsluerfiðleikum bæði hjá heimilum og fyrirtækjum. „Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum. Nefndin staðfesti kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Fjármálastöðugleikanefnd hefur einnig lokið reglubundnu endurmati kerfisáhættuauka og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Nefndin ákvað að lækka gildi kerfisáhættuaukans úr 3% í 2%. Þessi lækkun byggir á því mati nefndarinnar að kerfisáhætta hafi minnkað frá því að gildi aukans var fyrst ákveðið árið 2016. Ljóst er að viðnámsþróttur fjármálakerfisins hefur aukist á síðustu árum, sem birtist m.a. í minni breytileika helstu hagstærða þrátt fyrir að ýmis áföll hafi dunið yfir. Þá hafa ný þjóðhagsvarúðartæki sannað gildi sitt og umgjörð í kringum viðhald fjármálastöðugleika er nú heilsteyptari en áður,“ segir í yfirlýsingunni. Hækkar eiginfjárauka Fram kemur að nefndin hafi einnig ákveðið að hækka eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr 2 prósent í 3 prósent. „Þessi hækkun miðar að því að fanga betur þá áhættu sem að hagkerfinu stafar vegna stærðar og umfangs kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja. Lækkun kerfisáhættuauka og hækkun eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki hefur í för með sér að heildareiginfjárkrafa á kerfislega mikilvægu bankana þrjá verður nánast óbreytt. Hins vegar mun eiginfjárkrafan lækka á smærri innlánsstofnanir sem ekki teljast kerfislega mikilvægar. Fjármálastöðugleikanefnd samþykkti einnig stefnu um beitingu sveiflu¬jöfnunarauka sem nú hefur verið birt. Hún felur m.a. í sér að gildi aukans sé að jafnaði á bilinu 2-2,5% af innlendum áhættugrunni. Nefndin fylgir hér fordæmi ýmissa Evrópuríkja. Jafnframt var ákveðið að halda gildi aukans óbreyttu í 2,5% í ársfjórðungslegu endurmati þess. Nefndin áréttar mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki búi yfir sterkri eiginfjárstöðu til að tryggja viðnámsþrótt gagnvart áföllum. Fjármálastöðugleikanefnd undirstrikar mikilvægi þess að áfram sé unnið að því að auka rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Jákvæð skref í átt að innlendri óháðri greiðslulausn hafa verið stigin og nefndin væntir þess að innleiðing sjálfstæðrar lausnar hefjist á næsta ári. Fjármálastöðugleikanefnd mun sem fyrr beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika þannig að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“segir í yfirlýsingunni. Vefútsending klukkan 9:30 Vefútsending frá kynningu vegna yfirlýsingar nefndarinnar hefst klukkan 9:30. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, og Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu þar gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum að neðan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Tengdar fréttir Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Skipaður varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika Forsætisráðherra hefur á grundvelli niðurstöðu ráðgefandi hæfnisnefndar skipað Tómas Brynjólfsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika til fimm ára. 31. júlí 2024 16:12