Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 22:02 Andrea Jacobsen þerraði tárin í upphafi viðtalsins, eftir að þátttöku Íslands á EM lauk í kvöld. Vísir Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. Andrea átti erfitt með að halda aftur af tárunum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, en var um leið stolt af því stóra skrefi sem Ísland tók á Evrópumótinu sem nú er á enda hjá liðinu. „Ég er ógeðslega pirruð. Og sár. En fyrst og fremst ógeðslega stolt af liðinu. Þetta var gott mót og við getum verið ógeðslega stoltar af frammistöðunni,“ segir Andrea en viðtalið má sjá hér að neðan. Segja má að íslenska liðið hafi lent á þýskum vegg í dag, en Þýskaland er í hópi bestu liða heims og alltaf ljóst að róðurinn yrði afar þungur: „Við vissum alveg að þær væru þungar og erfiðar. Þær hittu á góðan leik og við ekki á eins góðan. Þær voru bara betri í dag. Svo voru þær að verja vel í markinu líka. Þær voru bara mikið betra liðið í dag,“ segir Andrea. Engu að síður er það staðreynd að íslenska kvennalandsliðið vann í fyrsta sinn leik á EM, með sigrinum gegn Úkraínu á sunnudag, og átti einnig frábæran leik gegn Hollandi í frumraun Andreu á Evrópumóti: „Ég held að við getum bara verið sáttar með okkar frammistöðu. Alla vega í fyrstu tveimur leikjunum. Að mæta á svona mót og sýna öllum að við eigum heima hérna. Ég er ógeðslega stolt og get eiginlega ekki beðið eftir næsta móti. Þetta er stórt skref fyrir okkur, á okkar vegferð, og bara áfram gakk,“ segir Andrea. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Andrea átti erfitt með að halda aftur af tárunum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan, en var um leið stolt af því stóra skrefi sem Ísland tók á Evrópumótinu sem nú er á enda hjá liðinu. „Ég er ógeðslega pirruð. Og sár. En fyrst og fremst ógeðslega stolt af liðinu. Þetta var gott mót og við getum verið ógeðslega stoltar af frammistöðunni,“ segir Andrea en viðtalið má sjá hér að neðan. Segja má að íslenska liðið hafi lent á þýskum vegg í dag, en Þýskaland er í hópi bestu liða heims og alltaf ljóst að róðurinn yrði afar þungur: „Við vissum alveg að þær væru þungar og erfiðar. Þær hittu á góðan leik og við ekki á eins góðan. Þær voru bara betri í dag. Svo voru þær að verja vel í markinu líka. Þær voru bara mikið betra liðið í dag,“ segir Andrea. Engu að síður er það staðreynd að íslenska kvennalandsliðið vann í fyrsta sinn leik á EM, með sigrinum gegn Úkraínu á sunnudag, og átti einnig frábæran leik gegn Hollandi í frumraun Andreu á Evrópumóti: „Ég held að við getum bara verið sáttar með okkar frammistöðu. Alla vega í fyrstu tveimur leikjunum. Að mæta á svona mót og sýna öllum að við eigum heima hérna. Ég er ógeðslega stolt og get eiginlega ekki beðið eftir næsta móti. Þetta er stórt skref fyrir okkur, á okkar vegferð, og bara áfram gakk,“ segir Andrea.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. 3. desember 2024 21:53
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43