„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 15:01 Díana Dögg er sérlega spennt að mæta þeim þýsku. Vísir/Hulda Margrét Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. „Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Sjá meira
„Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Í beinni: Ísland - Grænhöfðaeyjar | Strákarnir okkar hefja leik Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum „Vil að menn spili eins og hver leikur sé sá síðasti á ferlinum“ Gætið ykkar: Pina en væntanlega engin kvöl Aron ekki skráður inn á HM HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana „Var að vonast til að spila með Íslandi en ekki vera hinum megin“ Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum „Líður eins og ég sé tvítugur“ „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Bað um nýtt herbergi í Zagreb Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda „Það er ekkert búið að stilla mér upp við vegg með það“ „Sé á sumum að það hringsnúast í þeim augun“ Dagur og Alfreð byrjuðu á sigri á HM í handbolta Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Sjá meira