„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 15:01 Díana Dögg er sérlega spennt að mæta þeim þýsku. Vísir/Hulda Margrét Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. „Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira
„Mér finnst geggjað að fá að spila á móti Þjóðverjum. Náttúrulega margir leikmenn sem maður hefur spilað oft við síðustu árin og þekki þær vel. Við viljum sýna hvað við getum og okkar rétta andlit á móti þeim,“ segir Díana Dögg sem leikur með Blomberg-Lippe í Þýskalandi og hefur fylgst vel með umfjölluninni um þýska liðið. „Þær eru særðar og vilja auðvitað sýna hvað þær geta. Á móti Hollendingum voru þær ekki alveg á sínum rétta stað, fyrir utan byrjunina. En við þurfum að vera klárar að slá þær til baka. Þær munu spila hart,“ segir Díana Dögg. Klippa: Díana Dögg hugsaði lítið og stressaði sig minna Er mikil pressa á þessu þýska liði? „Það er mikil pressa á þeim. Þær komu sér inn á ÓL fyrir sumarið en stóðu sig ekki vel þar og þær fengu að alveg að heyra það að þetta væri ekki í lagi. Þær eru alveg búnar að taka nokkra krísufundina og maður hefur heyrt eitthvað um þá,“ „Það er mikils ætlast til af þeim og þær ætla sér að koma sér í þennan topp sex klúbb. Núna sér maður mikið á miðlunum að þær eru gagnrýndar fyrir það að þær eigi langt í land. Að sjálfsögðu viljum við nýta það tækifæri og slá þær út,“ segir Díana og bætir við: „Öll pressan er á þeim og við höfum allt að vinna.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld og verður íslenska liðinu fylgt vel eftir á Vísi fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Fleiri fréttir Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ Sjá meira