„Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2024 19:09 Arnar Pétursson hefur verið með íslenska landsliðið á uppleið síðustu ár og frammistaðan í kvöld sýnir að liðið hefur náð langt. Getty/Christina Pahnke „Tilfinningarnar eru blendnar,“ segir Arnar Pétursson, svekktur en afar stoltur af sínu liði eftir hörkuleik gegn Hollendingum í fyrsta leik á EM kvenna í handbolta. Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Sjá meira
Holland vann leikinn að lokum 27-25 en Ísland var yfir lengi vel í leiknum og náði til að mynda þriggja marka forskoti í fyrri hálfleiknum. Hafa ber í huga að Holland varð heimsmeistari árið 2019 og hefur verið meðal bestu liða heims síðustu ár. Ísland hefur hins vegar ekki verið með á EM í tólf ár. „Maður er svekktur að tapa þessu, sem er kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann. Um leið og maður er svekktur þá er maður stoltur og ánægður með hvernig stelpurnar spiluðu í dag og kláruðu þetta verkefni. Við fengum mjög sterkt lið hérna eins og við vissum, lið sem varð í 5. sæti á Ólympíuleikunum í sumar og hefur náð frábærum úrslitum, svo þetta var bara góð frammistaða heilt yfir,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild. Hvaða skilaboð er Arnar með til stelpnanna: „Ég hrósa þeim bara fyrir frammistöðuna. Hvernig þær mættu til leiks, lögðu sig fram og svöruðu þessum kafla hjá hollenska liðinu í seinni hálfleik. Við viljum horfa í frammistöðuna og stelpurnar eiga bara hrós skilið. Svo þurfum við núna að stilla okkur af og byrja að undirbúa okkur fyrir leikinn á sunnudaginn. Það er nýr leikur og nýtt lið,“ en Ísland mætir Úkraínu á sunnudaginn og svo Þýskalandi næsta þriðjudag. Má ekki segja að frammistaðan í dag sé ákveðin skilaboð varðandi framhaldið á mótinu? „Þú getur sagt það en við skulum alveg halda okkur á jörðinni. Þetta var frábær frammistaða í dag og ég er stoltur af liðinu, en við þurfum að halda þessu áfram og sýna svona leik líka á sunnudaginn.“ Klassaleikmenn úr bestu liðum Evrópu Aðspurður hvað hefði gert gæfumuninn fyrir Hollendinga svaraði Arnar: „Þær eru bara ógeðslega góðar. Með ofboðslega reynslu og bara það að hafa til dæmis verið saman á Ólympíuleikunum í sumar gefur þessum liðum rosalega mikið. Það er ekkert skrýtið að Snorri Steinn hafi verið svekktur að missa af leikunum – hann hefði auðvitað viljað, nýtekinn við liðinu, fá einn og hálfan mánuð í sumar til að vinna með leikmönnum. Þetta eru klassaleikmenn í klassaliðum, sem spila í Meistaradeild Evrópu í hverri viku, með bestu liðum Evrópu.“ Klippa: Arnar svekktur en stoltur Elín Jóna frábær og æðiskastið óþarfi Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti stórleik í marki Íslands og Arnar var einnig ánægður með vörnina fyrir framan hana: „Hún [Elín] var frábær í kvöld. Eflaust hefði hún mátt fá meiri hjálp á köflum en mér fannst vörnin standa mjög vel. Við vorum ekki að brjóta mikið af okkur, það voru ekki mörg fríköst í þessum leik, en með 5-1 vörnina þá er það kannski heldur ekki aðalmálið. Elín Jóna stóð sig frábærlega en mér fannst vörnin vera frábær líka heilt yfir.“ Arnar lét vel í sér heyra við ritaraborðið seint í leiknum og sagði það líklega hafa verið óþarfa: „Ég tók eitthvað brjálæðiskast þarna sem er kannski bara algjört rugl. Steinunn fær á sig þrívegis dóm fyrir að fara inn í teig og ég neita að trúa öðru en að þær hafi þá varist fyrir innan línuna. Ég var búinn að kalla eftir því að þeir fylgdust með því líka. En heilt yfir stóðu þeir sig mjög vel og algjör óþarfi fyrir mig að æsa mig þarna, þó ég gerði það nú samt.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Mögulega kaldasta íþróttamynd ársins Sport Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Handbolti Veikindin breyttu sýn Arnórs á lífið: „Þetta var algjör viðbjóður“ Enski boltinn Leikmaðurinn sem Ísland missti ætlar sér að vinna Gullknöttinn Fótbolti Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handbolti Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Íslenski boltinn Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Körfubolti Hver snjóbolti kostaði fimmtíu þúsund Fótbolti Ronaldo skaut til baka: „Hver er þessi náungi?“ Fótbolti Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Sjá meira