„Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 12:07 Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Vísir/Einar Stærsti verslunardagur ársins er genginn í garð en framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu hvetur neytendur til að vara sig á vafasömum erlendum netverslunum sem eigi það til að klekkja á neytendum. Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“ Verslun Neytendur Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Sjá meira
Bandaríska verslunarhefðin, sem hefur rutt sér til rúms hér á landi síðustu ár og er kennd við svartan föstudag, stendur nú yfir. Fjölmargar verslanir keppast nú við að bjóða upp á bestu afslættina á vörum og eru opnunartímar víða lengri en vanalega. Megi ekki týna sér í kaupgleðinni Benedikt S. Benediktsson, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir daginn verða stærri og stærri með hverju árinu sem líður. „Það var mikið að gera veit ég í morgun og erfitt að ná á verslunarmenn, það er svo mikill handagangur í öskjunni en það hljómar eins og það sé nokkuð skýrt að menn hafi væntingar um að þetta verði annamesti dagurinn í þessari hrinu.“ Dagurinn sé kominn til að vera en þó eru neytendur hvattir til að hafa varan á og týna sér ekki í kaupgleðinni. Einhver dæmi séu um að erlendum vefsíðum skorti nægilega upplýsingagjöf og skilmála sem neytendur eigi að vera vanir hér á landi og innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). „Ekki gleyma að lifa og njóta“ „Annars konar upplýsingagjöf um kjör og afslætti en miðað er við hér. Hér eru náttúrulega gerðar nokkuð strangar kröfur, men þurfa að gæta sín hvernig þeir auglýsa og hvernig þeir senda frá sér skilaboð. Við heyrum alltaf ábendingar um það og kannski í einhverju mæli meira núna en áður að einhverjar erlendar vefsíður séu að auglýsa mjög háa afslætti en síðan er erfitt að finna fót fyrir því að það sé eitthvað sem þær muni standa við.“ Fólk eigi auðvitað að huga að umhverfinu og náttúrunni en að mati Benedikts má aðeins sleppa af sér beislinu öðru hvoru. „Auðvitað við eigum kannski aldrei að sleppa því, en við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko.“
Verslun Neytendur Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Sjá meira