Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Árni Sæberg skrifar 29. nóvember 2024 13:16 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water. First Water Landeldisfyrirtækið First Water hefur náð samkomulagi við Landsbankann og Arion banka um 80 milljón evra fjármögnun, sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“ Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi í uppbyggingu First Water og sé með hefðbundnum fyrirvörum. Stefnt sé að því að stækka þessa fjármögnun síðar eftir því sem verkefninu vindur fram. First Water vinni að uppbygginu hágæða matvælaframleiðslu við Laxabraut í Þorlákshöfn. Krefjandi verkefni „Fjármögnun á verkefni af þessari stærðargráðu er eðlilega krefjandi ferli og við getum því ekki verið annað en sátt við þátttöku íslenskra banka í verkefninu. Við erum þakklát Arion banka og Landsbankanum fyrir það traust sem okkur er sýnt og erum spennt fyrir framtíðinni og þeim tækifærum sem vandað laxeldi á landi býður upp á. Þessi mikilvægi áfangi sýnir vel skuldbindingu félagsins til uppbyggingar fiskeldis í Þorlákshöfn með sjálfbærni- og umhverfissjónarmið að leiðarljósi,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra First Water. Haft er eftir Benedikt Gíslasyni, bankastjóra Arion banka, að það verði spennandi að fylgjast með þeirri uppbyggingu sem fram undan er hjá First Water. Félagið bætist í góðan hóp fiskeldisfélaga sem Arion banki hafi lagt lið á undanförnum árum og myndi nú mikilvæga atvinnugrein, bæði fyrir fjölmörg byggðarlög landsins og íslenskt efnahagslíf. „Við erum ánægð með að geta stutt við spennandi og metnaðarfull áform First Water um sjálfbært landeldi. Fyrirtækið hefur nú þegar náð eftirtektarverðum árangri og framtíðaráætlanir þess byggja á traustum og vönduðum undirbúningi. Við teljum allar forsendur til að First Water muni halda áfram að vaxa og dafna,“ er haft eftir Lilju Björk Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans. 300 störf og annað eins af afleiddum störfum Í tilkynningu segir að First Water sé að byggja 50.000 tonna landeldisstöð við Laxabraut í Þorlákshöfn í sex fösum og rúmlega 300 manns muni starfa hjá fyrirtækinu árið 2029 en í dag séu starfsmenn um 80, þá muni starfsemi félagsins að auki skapa allt að 300 afleidd störf. Félagið muni einnig byggja fiskvinnsluhús og seiðaeldi á Laxabraut á næstu árum. Laxinn verði alinn í kerjum á landi við kjöraðstæður í hreinum jarðsjó sem er dælt upp í gegnum hraunlög. Allt að 66 prósent af jarðsjónum verði endurnýttur með tækni frá þekktum framleiðendum á borð við Linde og NP Innovation. Áður en jarðsjónum er skilað aftur til sjávar sé hann hreinsaður og félagið tryggi þannig sem best skilyrði fyrir vöxt og viðgang laxins með sjálfbærum hætti. „Þetta kerfi tryggir einstök gæði til að framleiða hágæða vöru og hefur félagið nú þegar selt um 1.500 tonn af hágæða laxi. Heildarfjárfesting félagsins í Þorlákshöfn er áætluð um 120 milljarðar íslenskra króna og árlega tekjur verði rúmlega 70 milljarðar íslenskra króna en langstærstur hluti framleiðslunnar verður seldur til Evrópu og Norður-Ameríku.“
Fiskeldi Ölfus Landeldi Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Costco mun umturna íslenskum markaði Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur