Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:46 Frá undirritun samnings upp á tuttugu milljarða. Frá vinstri: Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu. Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu.
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira