Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2024 10:15 Basalt arkitektar sjá um hönnun svæðisins. Basalt Fasteignafélagið Heimar hefur sett af stað umfangsmiklar framkvæmdir í austurenda Smáralindar en þar á að rísa nýtt veitingasvæði. Áætlað er að þrettán veitingastaðir verði opnaðir á þessu nýja svæði í Smáralind fyrir lok árs 2025. Um verður að ræða allt frá skyndibita yfir í fínni veitingastaði sem einnig verða opnir á kvöldin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimum. Breytingarnar eru sagðar hluti af stefnumörkun Heima um að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk sæki ólíka afþreyingu, mæli sér mót og eigi notalegar stundir með góðum mat. Veitingasvæðið verður í austurendanum þar sem bíóin eru.Vísir/Vilhelm „Kannanir meðal íbúa og þeirra sem starfa í nágrenni Smáralindar hafa leitt í ljós að eftirspurn er eftir slíkum áfangastað á svæðinu. Miklar breytingar hafa orðið á þeim ríflega tuttugu árum sem Smáralind hefur starfað. Sem dæmi má nefna að tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði hafa verið byggðir á síðustu fimm árum í næsta nágrenni.“ Stefnt er á að hafa nýja veitingasvæðið hlýlegt og glæsilegtBasalt Hönnun nýja veitingasvæðisins er í höndum Basalts arkitekta, sem meðal annars hönnuðu veitingasvæðið Hafnartorg Gallery sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. „Yfir ein milljón gesta hefur heimsótt það frá opnun þess fyrir tveimur árum síðan. Heimar telja að þessar breytingar geti hjálpað til við að höfða til nýrra viðskiptavinahópa og styrkt tengsl Smáralindar við nærumhverfið. Þá falla þær vel að stefnu Heima um að þróa kjarna þar sem fólk starfar, býr og sækir þjónustu.“ Heimar vilja höfða til nýrra viðskiptavina með þróuninni. Baldur Már Helgason er framkvæmdastjóri viðskipta Heima. „Austurendi Smáralindar hýsti áður Vetrargarðinn og það svæði hefur nánast ekkert verið endurbætt frá upphafi Smáralindar. Við hönnun nýja veitingasvæðisins hefur mikil áhersla verið lögð á að skapa hlýlegt og glæsilegt umhverfi. Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingaflóra Smáralindar enn frekar þar sem veitingastöðum í Smáralind fjölgar, úrval veitinga verður fjölbreyttara og mun höfða til ólíkra hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá hröðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun.“ Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Heimar fasteignafélag Tengdar fréttir Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimum. Breytingarnar eru sagðar hluti af stefnumörkun Heima um að þróa Smáralind sem kjarna þar sem fólk sæki ólíka afþreyingu, mæli sér mót og eigi notalegar stundir með góðum mat. Veitingasvæðið verður í austurendanum þar sem bíóin eru.Vísir/Vilhelm „Kannanir meðal íbúa og þeirra sem starfa í nágrenni Smáralindar hafa leitt í ljós að eftirspurn er eftir slíkum áfangastað á svæðinu. Miklar breytingar hafa orðið á þeim ríflega tuttugu árum sem Smáralind hefur starfað. Sem dæmi má nefna að tugþúsundir fermetra af atvinnu- og íbúðarhúsnæði hafa verið byggðir á síðustu fimm árum í næsta nágrenni.“ Stefnt er á að hafa nýja veitingasvæðið hlýlegt og glæsilegtBasalt Hönnun nýja veitingasvæðisins er í höndum Basalts arkitekta, sem meðal annars hönnuðu veitingasvæðið Hafnartorg Gallery sem staðsett er í miðbæ Reykjavíkur. „Yfir ein milljón gesta hefur heimsótt það frá opnun þess fyrir tveimur árum síðan. Heimar telja að þessar breytingar geti hjálpað til við að höfða til nýrra viðskiptavinahópa og styrkt tengsl Smáralindar við nærumhverfið. Þá falla þær vel að stefnu Heima um að þróa kjarna þar sem fólk starfar, býr og sækir þjónustu.“ Heimar vilja höfða til nýrra viðskiptavina með þróuninni. Baldur Már Helgason er framkvæmdastjóri viðskipta Heima. „Austurendi Smáralindar hýsti áður Vetrargarðinn og það svæði hefur nánast ekkert verið endurbætt frá upphafi Smáralindar. Við hönnun nýja veitingasvæðisins hefur mikil áhersla verið lögð á að skapa hlýlegt og glæsilegt umhverfi. Með nýja veitingasvæðinu styrkist veitinga- og afþreyingaflóra Smáralindar enn frekar þar sem veitingastöðum í Smáralind fjölgar, úrval veitinga verður fjölbreyttara og mun höfða til ólíkra hópa í mismunandi erindagjörðum, allt frá hröðum og aðgengilegum mat yfir í hágæða matarupplifun.“
Smáralind Kópavogur Veitingastaðir Heimar fasteignafélag Tengdar fréttir Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Eigendur TGI Friday´s hafa samið við veitingamanninn Elís Árnason um kaup á veitingastaðnum Sport & Grill og kaffihúsinu Adesso í Smáralind og hafa tekið við rekstri staðanna. Gert er ráð fyrir því að Friday‘s flytji í húsnæði Sport og grill í Smáralind þegar búið er að breyta rýminu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Helga Magnúsi Hermannssyni framkvæmdastjóra Friday‘s. 14. september 2024 12:05