Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Lovísa Arnardóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:50 Það verður minna af klementínum í boði um jólin í ár vegna flóða í Valencia héraði á Spáni. Bananar Vegna hamfaraflóðanna í Valensía á Spáni í október kemur miklu minna af klementínum til landsins fyrir jólin. Fyrsti klementínugámurinn frá spænska framleiðandanum Robin kemur til landsins á mánudaginn en landsmenn eiga aðeins von á fjórðungi þess magns sem vanalega kemur. Vegna hamfaraflóðanna í Valensía í október varð töf á afhendingu klementínanna til Íslands. Eins og fram hefur komið í fréttum létust yfir 200 í flóðunum auk þess sem þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. „Það stefnir í að framboð á klementínum dragist verulega saman hjá okkur þetta árið vegna rigninganna í Valencia,“ segir Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana sem hafa flutt klementínurnar inn síðustu áratugi. Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í um upphafi nóvembermánaðar. „Nýjustu áætlanir benda til þess að það gæti endað þannig að við fáum aðeins 25 prósent af magni síðustu ára fyrir þessi jól. Við erum virkilega leið yfir þessum hörmungum sem hafa dunið yfir á Spáni og þá aðallega í Valencia og vonum að ræktendur nái sé fljótt á strik aftur,“ segir Jóhanna Þorbjörg. Hún segir að vegna minna framboðs verði einhver verðhækkun á klementínukössunum. Þeir verði seldir í almennar verslanir en líka til fyrirtækja. Kassinn kostaði í fyrra í Bónus 1.098 krónur á meðan hann kostaði sem dæmi 789 krónur í Hagkaup fyrir 10 árum og 898 krónur í Bónus árið 2020. Kassinn hefur síðustu ár innihaldið 2,3 kíló af klementínum. Flóð í Valencia 2024 Matur Jól Spánn Tengdar fréttir Borða níu milljónir mandarína um jólin Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. 16. desember 2010 06:00 Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. 15. nóvember 2024 21:21 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Vegna hamfaraflóðanna í Valensía í október varð töf á afhendingu klementínanna til Íslands. Eins og fram hefur komið í fréttum létust yfir 200 í flóðunum auk þess sem þúsundir misstu heimili sín og lífsviðurværi. „Það stefnir í að framboð á klementínum dragist verulega saman hjá okkur þetta árið vegna rigninganna í Valencia,“ segir Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana sem hafa flutt klementínurnar inn síðustu áratugi. Fyrri ár hafa klementínurnar verið komnar í verslanir í um upphafi nóvembermánaðar. „Nýjustu áætlanir benda til þess að það gæti endað þannig að við fáum aðeins 25 prósent af magni síðustu ára fyrir þessi jól. Við erum virkilega leið yfir þessum hörmungum sem hafa dunið yfir á Spáni og þá aðallega í Valencia og vonum að ræktendur nái sé fljótt á strik aftur,“ segir Jóhanna Þorbjörg. Hún segir að vegna minna framboðs verði einhver verðhækkun á klementínukössunum. Þeir verði seldir í almennar verslanir en líka til fyrirtækja. Kassinn kostaði í fyrra í Bónus 1.098 krónur á meðan hann kostaði sem dæmi 789 krónur í Hagkaup fyrir 10 árum og 898 krónur í Bónus árið 2020. Kassinn hefur síðustu ár innihaldið 2,3 kíló af klementínum.
Flóð í Valencia 2024 Matur Jól Spánn Tengdar fréttir Borða níu milljónir mandarína um jólin Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. 16. desember 2010 06:00 Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. 15. nóvember 2024 21:21 Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Borða níu milljónir mandarína um jólin Íslendingar borða um níu milljónir mandarína í kringum hátíðarnar. Á tímabilinu frá lokum nóvember og fram til áramóta verða flutt um 800 tonn af mandarínum inn til landsins og er það töluvert meira en í fyrra. 16. desember 2010 06:00
Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. 15. nóvember 2024 21:21
Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Óeirðir brutust út þegar mótmæli voru haldin í Valensía-héraði á Spáni í kvöld. Þar kölluðu mótmælendur eftir afsögn leiðtoga héraðsins, sem mótmælendur segja að hafi brugðist í viðbragði stjórnvalda við flóðunum sem urðu rúmlega 200 manns að bana. 9. nóvember 2024 23:41